Innkauparáð - Fundur nr. 1629

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 26. september kl. 8:30 f.h., var haldinn 1629. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Anna Sigríður Þorleifsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi tilboð í 1. áfanga endurbóta gatna og gönguleiða í Skeifunni, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Fleygtaks ehf., að upphæð kr. 10.060.000,-.

2. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi tilboð í upphitun gatna og gönguleiða (Logafold, Dalhús, Kristnibraut – snjóbræðsla), skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, G.G. lagna sf., að upphæð kr. 18.436.122,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum.

3. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í stíga við Breiðholtsbraut, snjóbræðslu - stjórnbúnað, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Sigurjóns Einarssonar, að upphæð kr. 1.017.479,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum.

4. Lagt fram til kynningar bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, ódags., varðandi upplýsingar sem bjóðendur skili með tilboðum sínum ( frestað á síðasta fundi). Samþykkt að stofnaður verði vinnuhópur undir forystu forstjóra ISR.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 1- 4.

5. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkur, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í innréttingar í heimilisfræðistofu Laugalækjarskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Heggs ehf., að upphæð kr. 2.367.621,-.

6. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkur, dags. 23. þ.m., varðandi nafnabreytingu á verksamningum um viðhald loftræstikerfa. Samþykkt að Stjörnublikk ehf. taki yfir þrjá samninga um viðhald loftræstikerfa með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum.

Guðmundur P. Kristinsson og Einar H. Jónsson mættu á fundinn vegna mála 5-6.

7. Lagðar fram upplýsingar um sölu lausafjármuna í gegnum ISR frá apríl 2000, 1 sala.

8. Rætt um samninga vegna fiskkaupa.

9. Lögð fram drög að auglýsingu fyrir stöðu sérfræðings (frestað).

10. Útboðsauglýsingar: RVH – Gatnagerð í þvergötu við Fiskislóð.

Fundi slitið kl. 10:10

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson