Innkauparáð - Fundur nr. 1628

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 19. september kl. 8:30 f.h., var haldinn 1628. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í gerð settjarna í Elliðaárdal, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði næst lægstbjóðanda, Einars og Tryggva ehf, verði tekið.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 1og 4.

2. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 17. þ.m., varðandi heimild til kaupa á 2 sendiferðabílum frá Toyota – P. Samúelssyni hf, fyrir bækistöð og hafnarþjónustu Reykjavíkurhafnar. Samtals verð kr. 5.222.000,-. Samþykkt.

3. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 17. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á uppsetningu öryggisljósa við stiga hafnarbakka í Vatnagörðum. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Segli ehf, Straumvirki ehf og Volta ehf.

Helgi Laxdal mætti á fundinn vegna mála 2-3.

4. Lagt fram til kynningar bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, ódags., varðandi upplýsingar sem bjóðendur skili með tilboðum sínum.

5. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 16. þ.m., varðandi heimild til samnings við Ístak hf, um gröft og fleygun efnisskipaskurðar við Norðurgarð. Áætluð samningsupphæð 20 mkr. Samþykkt að leggja til við borgarráð að samningurinn verði gerður. Hilmar Knudsen mætti á fundinn vegna málsins.

6. Vakin athygli á að samningur um kaup á fiski fyrir Leikskóla Reykjavíkur og Félagsþjónustu Reykjavíkur sé runnin út. Forstjóra Innkaupastofnunar falið að skoða málið.

7. Útboðsauglýsingar: GAT – Umferðarmerki 2003 – 2005. Fundi slitið kl. 9:15

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson