Innkauparáð - Fundur nr. 1627

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 12. september kl. 8:30 f.h., var haldinn 1627. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Haukur Leósson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Anna S. Þorleifsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs vegna lagningar útræsis frá Esjumelum. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þáttöku: Ístaki hf, Sjóverki ehf og Sæþóri ehf.

2. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs vegna upphitunar gatna og gönguleiða. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þáttöku: Alhliða pípulögnum sf, GG lögnum ehf, Húsalögnum ehf, Pípulagnaverktökum ehf, Sigurjóni Einarssyni og Vatnsverki ehf.

Harald B. Alfreðsson mætti á fundinn vegna mála 1-2.

3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í frágang lóðar við Hvassaleitisskóla skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Ásbergs ehf., að upphæð kr. 1.989.500,-

4. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 9. þ.m., varðandi tilboð í frárennslislagnir í Hólabrekkuskóla skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda R.B.G. vélaleigu verktaka ehf., að upphæð kr. 530.500,-

5. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 9. þ.m., varðandi tilboð í niðurrif á Laugavegi 43b og Hverfisgötu 60a skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Gísla Hjartarsonar að upphæð kr. 1.125.000,-

6. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 9. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs vegna múrviðgerða á Hafnarhúsi. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þáttöku: ÁÁ–Háþrýstiþvotti, Hólmsteini Péturssyni, Ístaki, Keflavíkurverktökum hf, Múr- og málingaþjónustunni Höfn ehf, Fasteignaviðhaldi ehf og Íslenskum aðalverktökum.

Þorkell Jónsson mætti á fundinn vegna mála 3-6.

7. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 11. þ.m., varðandi heimild til kaupa á fartölvum skv. verðkönnun. Samþykkt að tilboði lægstbjóðanda Opinna kerfa að upphæð kr 7.350.675,- verði tekið. H.L. sat hjá. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir og Sigþór Örn Guðmundsson mættu á fundinn vegna málsins.

8. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 11. þ.m., varðandi heimild til kaupa á símkerfi í tvo skóla skv. verðkönnun. Samþykkt að tilboði lægstbjóðanda Símvirkjans að upphæð kr 1.715.456,- verði tekið. Júlíus Sigurðsson mætti á fundinn vegna málsins.

9. Lagt fram til kynningar bréf til forstöðumanna og fyrirtækja Reykjavíkurborgar ásamt reglum um niðurlagningu lausafjármuna í borgarstofnunum.

10. Útboðsauglýsingar: GAT - Skeifan – endurbætur 1. áfangi.

Fundi slitið kl. 9:40

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson