Innkauparáð - Fundur nr. 1626

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 5. september kl. 8:30 f.h., var haldinn 1626. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Haukur Leósson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf SHS Fasteigna ehf, dags. 28. f.m., varðandi kaup á dísilrafstöð, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Merkúr hf, að upphæð kr. 4.774.241,-. Björn Gíslason mætti á fundinn vegna málsins.

2. Rætt um endursölu á tækjum og vörum sem ekki er lengur þörf fyrir, um gjaldskrá ISR og frágang verksamninga. Óskað er eftir yfirliti á endursölu á tækjum frá borgarstofnunum, frá áramótum.

Fundi slitið kl. 9:05

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson