Innkauparáð - Fundur nr. 1625

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 29. ágúst kl. 8:30 f.h., var haldinn 1625 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Sjöfn Kristjánsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 28. þ.m., varðandi samning við S.Þ. verktaka ehf og Álfag ehf um Klébergsskóla. Lagt fram til kynningar. Guðmundur Pálmi Kristinsson og Einar H. Jónsson mættu á fundinn vegna málsins.

2. Rætt um verklagsreglur varðandi verðfyrirspurnir, innkaup, o.fl.

Fundi slitið kl. 9:30

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson