Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2002, fimmtudaginn 15. ágúst kl. 8:30 f.h., var haldinn 1623 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Haukur Leósson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Anna Sigríður Þorleifsdóttir.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 13. þ.m., varðandi tilboð í lagningu snjóbræðslu í gönguleiðir við Hamrahlíð, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Pípulagnaverktaka ehf, að upphæð kr. 4.215.377,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í knattspyrnuvelli við Fossaleyni, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði lægstbjóðanda Ásbergs ehf, að upphæð kr. 38.903.065,- verði tekið.
3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í neyðarlýsingu í Leikskóla Reykjavíkur, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Tengis ehf, að upphæð kr. 900.900,-
4. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 14. þ.m., varðandi heimild til að gera tilraun með aðkeyptan mat í nokkrum grunnskólum. Samþykkt.
5. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í akstur nemenda fyrir grunnskóla Reykjavíkur, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Hópferðamiðstöðvarinnar að upphæð kr. 114.057.000,- verði tekið.
6. Lagt fram bréf Umhverfis- og tæknisviðs, dags. 14. þ.m., varðandi heimild til að ganga til samninga um víðnetstengingar, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Íslandssíma að upphæð kr. 748.020.,- í 4 leigulíunur til 1 árs og að taka tilboði lægstbjóðanda Línu.Nets að upphæð kr. 1.420.545,- í 1 ljósleiðara til 2ja ára. Eggert Ólafsson og Sveinn F. Sveinsson mættu á fundinn vegna málsins.
7. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 13. þ.m., varðandi heimild til að gera framhaldssamning við Harðarhólma ehf, um utanhússviðgerð á Grandaskála. Samþykkt, áætluð samningsfjárhæð 15 milljónir með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Helgi Laxdal mætti á fundinn vegna málsins.
8. Lagt fram að nýju bréf Upplýsingafulltrúa Ráðhúss, dags. 6. þ.m., ásamt minnisblaði Upplýsingafulltrúa Ráðhúss, dags. 13. þ.m., varðandi samning við Hugvit hf, um vefsmíðar fyrir Reykjavíkurborg. (Frestað á síðasta fundi). Samþykkt að heimila samningsgerð við Hugvit hf, um vefsmíðar fyrir Reykjavíkurborg og um notkun á vefumsýslukerfinu Vefþór, samningsfjárhæð 2.608.698,- Hreinn Hreinsson mætti á fundinn vegna málsins.
9. Skuldir fyrirtækja og stofnana við Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar m.v. 31.12.01. Svar við fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Hauks Leóssonar, sem fram kom á fundi stjórnar 25. júlí sl., varðandi bókun reikninga frá Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar í bókhaldi stofnana og fyrirtækja Reykjavíkurborgar. Lagt fram bréf forstjóra dags. 13. þ.m., ásamt fylgiskjölum. Stjórnin fagnar þeirri hreyfingu sem komin er á málið.
10. Starfshópur borgarstjóra til að greina stöðu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar og möguleika til sóknar. Svar við fyrirspurn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sem fram kom á fundi stjórnar 25. júlí sl., um stöðu vinnu starfshóps sem borgarstjóri skipaði til að greina stöðu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar og möguleika til sóknar. Lagt fram bréf forstjóra dags. 14. þ.m., bréfi borgarritara dags. 2. þ.m.
11. Lögð fram til kynningar ný tillaga að verklagsreglum varðandi verðfyrirspurnir, innkaup, o.fl.
12. Útboðsauglýsingar: SHS – Díselrafstöð.
Fundi slitið kl. 10:30
Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson