Innkauparáð - Fundur nr. 1622

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 8. ágúst kl. 8:30 f.h., var haldinn 1622 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 30. f.m., varðandi tilboð í heimreið og bílastæði við Úlfljótsvatn, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf, að upphæð kr. 5.884.300,-. Guðbjartur Sigfússon mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergi, dags. 29. f.m., varðandi kaup á myndavélaeftirlitskerfi í Menningarmiðstöðina, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Nortek, að upphæð kr. 934.970,- án vsk. Valdimar Grímsson mætti á fundinn vegna málsins.

3. Lagt fram bréf Upplýsingafulltrúa, dags. 6. þ.m., varðandi samning til Hugvit hf, um vefsmíðar fyrir Reykjavíkurborg. Frestað.

4. Lagt fram bréf Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 7. þ.m., varðandi heimild til verðkönnunar á víðnetstengingum fyrir Félagsþjónustuna í Reykjavík. Framangreint erindi kemur í stað erindis Félagsþjónustunnar í Reykjavík dags. 18. f.m., sem frestað var á síðasta fundi stjórnar. Samþykkt verðkönnun.

Guðmundur Tómasson mætti á fundinn vegna mála 3-4 og Sveinn F. Sveinsson vegna máls 4.

5. Lagt fram að nýju bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 30. f.m., varðandi fullnaðarfrágang í Klébergsskóla, einnig lögð fram drög að samningum við S.Þ. verktaka ehf. og drög að viðauka við verksamning við Álfag ehf. Samþykkt að leggja til við borgarráð að gengið verði til samninga við S.Þ. verktaka ehf, á grundvelli þeirra samningsdraga sem liggja fyrir. Guðmundur Pálmi Kristinsson mætti á fundinn vegna málsins.

6. Útboðsauglýsingar: OR – Frágangur lóðar við höfuðstöðvar.

Fundi slitið kl. 10:30

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Benedikt Geirsson