Innkauparáð - Fundur nr. 1621

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 1. ágúst kl. 8:30 f.h., var haldinn 1621 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Hrólfur Ölvisson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Jóhannes T. Sigursveinsson og Kristján Guðmundsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 30. f.m., varðandi fullnaðarfrágang í Klébergsskóla. Samþykkt að veita heimild til að ganga til samninga við S.Þ. verktaka ehf, en samningurinn verði lagður fram til endanlegrar samþykktar í stjórn Innkaupastofnunar. Guðmundur Pálmi Kristinsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Umhverfis- og tæknisviðs Fasteignastofu, dags. 26. júní s.l., varðandi heimild til að ganga til samninga við Gylfa Gylfason, jarðvinnuverktaka, um lóðarfrágang á byggingasvæði Húsnæðisnefndar Reykjavíkur í Borgarhverfi. Samningsupphæð kr. 700.000,-. Samþykkt.

3. Lagt fram bréf Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergi, dags. 29. f.m., varðandi kaup á myndavélaeftirlitskerfi í Menningarmiðstöðina, skv. verðkönnun. Frestað.

4. Lagt fram bréf Félagsþjónustunar, dags. 18. þ.m., varðandi heimild til verðkönnunar á IP-tengingum. (Frestað á síðasta fundi). Frestað. Sveinn F. Sveinsson og Berglind Ólafsdóttir mættu á fundinn vegna málsins.

5. Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun, ásamt bréfi forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 29. f.m. Samþykkt.

6. Útboðsauglýsingar: FAS – Knattspyrnuvellir við Fossaleyni 1.

Fundi slitið kl. 9:30

Hrólfur Ölvisson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Kristján Guðmundsson
Jóhannes T. Sigursveinsson