Innkauparáð - Fundur nr. 1620

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 25. júlí kl. 8:30 f.h., var haldinn 1620 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir og Haukur Leósson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 24. þ.m., varðandi kaup á yfirborðsdúk á kastsvæði í Laugardal, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Sportækni ehf, gerð 1, áfanga 2, að upphæð kr. 7.243.691,-.

2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. þ.m., varðandi kaup á brunaviðvörunarkerfi í Ártúnsskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Öryggismiðstöðvar Íslands hf. að upphæð kr. 1.730.068,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Guðmundur Pálmi Kristinsson mætti á fundinn vegna mála 1-2.

3. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í símstöð, símtæki og beina fyrir grunnskóla og Fræðslumiðstöð. Samþykkt verðkönnun.

4. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi tilboð í rekstrarleigu á afritunarbúnaði fyrir Fræðslumiðstöð og grunnskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði EJS að upphæð kr. 2.743.085,-.

5. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi kaup á borðum og stólum í skólamötuneyti, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Stálflex ehf, að upphæð kr. 1.981.994,-.

Júlíus Sigurbjörnsson og Jón I. Valdimarsson mættu á fundinn vegna mála 3-5.

6. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í hringtorg og gatnagerð í Sundagörðum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Loftorku ehf, að upphæð kr. 15.650.000,-.

7. Lagt fram bréf Félagsþjónustunar, dags. 18. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í leigu á IP-tengingum. Frestað.

8. Lagður fram listi yfir útistandandi skuldir Innkaupastofnunar, eldri en 6 mánaða.

V.Þ.V. og H.L. óskuðu bókað: Í ljós hefur komið að fjölmörg fyrirtæki og stofnanir borgarinnar hafa ekki á réttum tíma fært í sínu bókhaldi reikninga frá Innkaupastofnun.

Afleiðingar eru þær m.a. að bókhald einstakra fyrirtækja og stofnana gefa ekki rétta mynd af stöðu mála hverju sinni. Gera verður kröfu til þess að reikningar frá Innkaupastofnun séu bókaðir með eðlilegum hætti, þannig að rétt reikningsstaða liggi fyrir með óyggjandi hætti, og afstemmd, milli Innkaupastofnunar og stofnana/fyrirtækja a.m.k. á þriggja mánaða fresti. Þetta ófremdar ástand hefur einnig í för með sér að erfiðara er fyrir Innkaupastofnun að fylgja eftir innheimtu krafna.

Ætlast verður til að forstjóri Innkaupastofnunar komi þessum málum í viðunandi horf.

Jafnframt er óskað eftir að forstjóri Innkaupastofnunar, upplýsi stjórn Innkaupastofnunar skriflega, hvaða fyrirtæki og stofnanir voru ekki búin að bókfæra reikninga frá Innkaupastofnun í uppgjörum sínum 31. desember 2001, sem taldar eru sem viðskiptakröfur í ársreikningi Innkaupastofnunar. Með þessum upplýsingum komi fram sundurliðun upphæða á hverri stofnun/fyrirtækja fyrir sig.

9. V.Þ.V. óskaði eftir því að fá vitneskju um úttekt á starfsemi Innkaupastofnunar, sem samkvæmt skipunarbréfi starfshóps, átti að ljúka þann 20. júní s.l. Óskað er eftir því að svar berist frá formanni stjórnar og forstjóra Innkaupastofnunar, sem fyrst.

10. Í tilefni þess að Marinó Þorsteinsson situr nú sinn síðasta fund með stjórn Innkaupastofnunar, þar sem hann er að taka við starfi hjá Orkuveitu Reykjavíkur, vill stjórn Innkaupastofnunar þakka honum fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu Innkaupastofnunar og óskar honum alls hins besta í framtíðinni á nýjun starfsvettvangi.

Fundi slitið kl. 9:30

Hrólfur Ölvisson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Jóhannes T. Sigursveinsson
Haukur Leósson