Innkauparáð - Fundur nr. 1619

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, fimmtudaginn 18. júlí kl. 8:30 f.h., var haldinn 1619 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Haukur Leósson og Benedikt Geirsson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 17. þ.m., varðandi kaup á uppsetningu og hönnun á vefnum “skidasvaedi.is”, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Origo hf, að upphæð kr. 1.285.394 til 2ja ára.

2. Lögð fram tillaga forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkur að verklagsreglum um verðfyrirspurnir og minniháttar innkaup. Tillagan rædd og henni frestað

3. Lögð fram endurskoðuð fjárhagsáætlun fyrir árið 2002. Áætlunin rædd og henni frestað.

Fundi slitið kl. 9:45

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Benedikt Geirsson