Innkauparáð - Fundur nr. 1618

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 15. júlí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1618 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Benedikt Geirsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 12. þ.m., varðandi tilboð í ýmis smærri verkefni III, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Fleygtaks ehf. að upphæð kr. 22.400.000,- verði tekið. Ólafur Stefánsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í viðhald brunaviðvörunarkerfa í grunnskólum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Rafþjónustunnar ehf. að upphæð kr. 7.339.100,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. þ.m., varðandi tilboð í endurgerð lóðar við Breiðholtsskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Mottó ehf. að upphæð kr. 7.767.253,-.

4. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í múrviðgerðir í Fólkvangi Kjalarnesi, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði ÖSJ verktaka ehf. að upphæð kr. 2.389.000,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

5. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í lagningu girðingar við Engjaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Sigurðar Guðmundssonar, að upphæð kr. 2.343.000,-.

Guðmundur Pálmi Kristinsson mætti á fundinn vegna mála 2-5.

6. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í malbikun á Vogabakka, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Hlaðbæjar Colas hf. að upphæð kr. 42.393.750,- verði tekið. Hilmar Knudsen mætti á fundinn vegna málsins.

7. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 12. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í húsgögn í skólamötuneyti. Samþykkt verðkönnun. Þráinn Guðmundsson mætti á fundinn vegna málsins.

8. Lagt fram bréf AcoTæknivals, ódagsett varðandi verðkönnun Rimaskóla á ljósritunarvélum. Samþykkt að fela forstjóra að svara bréfinu.

9. Lögð fram drög að 6 mánaða uppgjöri Innkaupastofnunar. 10. Samþykkt að færa fundartíma stjórnar Innkaupastofnunar á fimmtudagsmorgna kl. 8:30, frá og með næsta fimmtudegi 18. þ.m.

11. Útboðsauglýsingar: OVR – Grímsnesveita – lagning dreifikerfis hitaveitu í Ásgarðslandi. FAÞJ – Kaup á einangrunargleri. GAT – Úlfljótsvatn - Heimreið og bílastæði.

Fundi slitið kl. 10:30

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Benedikt Geirsson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Haukur Leósson