Innkauparáð - Fundur nr. 1617

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 8. júlí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1617 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í ýmis smærri verkefni I, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Jarðvéla ehf., að upphæð kr. 19.343.500,-. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Hilmars Ingimundarsonar hrl., dags. 3. þ.m., varðandi útboð “Leikskólinn Hamraborg – endurgerð lóðar”. Samþykkt að fela forstjóra Innkaupastofnunar að svara bréfinu.

3. Rætt um hlutverk og starfsemi Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar o.fl.

4. Lagt fram minnisblað forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar dags. 5. þ.m., varðandi samskipti Orkuveitu Reykjavíkur og Innkaupastofnunar, ásamt drögum að þjónustusamningi.

5. Útboðsauglýsingar: RVH – Sundagarðar – Hringtorg, gatnagerð. OVR – Lagning stofnlagnar í Hafnarfirði 3. áf. OVR – Stækkun varmastöðvarbyggingar.

Fundi slitið kl. 10:10

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Haukur Leósson
Jóhannes T. Sigursveinsson