Innkauparáð - Fundur nr. 1616

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 1. júlí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1616 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Stefán Jóhann Stefánsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhannes T. Sigursveinsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram bréf borgarstjóra, bæði dags. 28. f.m., varðandi breytingu á samþykkt fyrir stjórn Innkaupastofnunar og kosningu formanns.

2. Kosning varaformanns. Samþykkt með 3 atkvæðum, að Hrólfur Ölvisson verði kjörinn varaformaður stjórnar Innkaupastofnunar, V.Þ.V. og K.M. sátu hjá.

3. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 18. f.m., varðandi heimild til að fara í útboð á umferðamerkjum. Jafnframt farið fram á heimild til að kaupa skilti frá Merkingu ehf. fram til þess tíma að útboðið taki gildi. Samþykkt.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 27. f.m., varðandi tilboð í byggingu skolpdælustöðvar í Gufunesi, skv. útboði. Samþykkt að hafna öllum tilboðum sem bárust í verkið og er útboðið þar með fellt úr gildi, jafnframt samþykkt að leggja til við borgarráð að ganga til samninga við Ó.G.Bygg ehf. á grundvelli tilboðs þess að upphæð kr. 136.722.907,-.

5. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 27. f.m., varðandi tilboð í lagningu ræsis við vöruhótel Eimskipafélags Íslands. Samþykkt að taka tilboði Íslenskra Aðalverktaka að upphæð kr. 16.271.850,-.

6. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 21. f.m., varðandi tilboð í úrbætur í umferðarmálum 2002, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði lægstbjóðanda, Gísla Magnússonar kr. 22.346.492,- verði tekið.

7. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 21. f.m., varðandi tilboð í endurnýjun brústeinslagna og gerð hraðahindrana, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, BJ verktaka ehf. að upphæð kr. 8.000.000,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum.

8. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 27. f.m., varðandi heimild til að ganga til samninga við JVJ ehf. um endurbætur á Kleppsmýrarvegi. Samningsupphæð kr. 8.574.223,-. Samþykkt með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 3-8.

9. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 21. f.m., varðandi tilboð í sundlaugarbotn og brú í Sundmiðstöð Laugardal, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði lægstbjóðanda, KBE GmbH, kr. 42.626.826,- verði tekið.

10. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 21. f.m., varðandi tilboð í malbikun á Kastsvæði í Laugardal, skv útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Loftorku ehf. að upphæð kr,. 3.640.000,-.

11. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 14. f.m., varðandi tilboð í viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteignum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum: Hitastýringar ehf. kr. 1.188.787,- í 3 fasteignir. Magnúsar Ágústssonar og Vogs loftræstiþjónustu ehf. kr. 2.481.400,- í 5 fasteignir.

12. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 19. f.m., varðandi tilboð í endurgerð lóðar við leikskólann Garðaborg, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, R.B.G.vélaleigu verktaka ehf. að upphæð kr. 6.984.4751,-.

13. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 21. f.m., varðandi tilboð í hljóðeinangrun í Hulduheimum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Einars Sigurðssonar ehf. að upphæð kr. 955.590,-.

14. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 21. f.m., varðandi tilboð í þakfrágang á leikskólanum Suðurborg, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Einars Sigurðssonar ehf. að upphæð kr. 1.655.270,-.

15. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 21. f.m., varðandi tilboð í milliveggi í Korpuskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Haraldar Haraldssonar ehf. að upphæð kr. 1.324.800,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum.

16. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 27. f.m., varðandi kaup og uppsetningu á háþrýstilagnakerfi frá Dynjanda ehf. í þjónustuhús við ylströnd í Nauthólsvík. Verð kr. 1.309.985,-. Samþykkt.

17. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 21. f.m., varðandi tilboð í raflagnir í grunnskólum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila: Rafverks ehf. kr. 1.837.438,- í 2 fasteignir. Ljósvers ehf. kr. 6.384.076,- í 7 fasteignir.

18. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 7. f. m., varðandi tilboð í endurnýjun á lofti í Hvassaleitiskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Fagafls ehf. að upphæð kr. 2.699.490,-.

19. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. f.m., varðandi heimild til að gera þjónustusamninga um viðhald brunaviðvörunarkerfa, við eftirtalda aðila: Securitas ehf. í 22 fasteignum, kostnaður per.ár kr. 1.282.070,-, Öryggismiðstöð Íslands í 1 fasteign, kostnaður per.ár kr. 59.984-. Samþykkt.

20. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 27. f.m., varðandi tilboð í endurgerð lóðar við Breiðholtsskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Sigurjóns H. Valdimarssonar, að upphæð kr. 6.983.770,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum.

21. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 27. f.m., varðandi kaup á búnaði í eldhús Hólabrekkuskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Jóhanns Ólafssonar & Co. að upphæð kr. 4.209.530,-.

22. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 28. f.m., varðandi kaup á eldhúsbúnaði fyrir Ártúnsskóla frá Jóhanni Ólafssyni & Co og frá A. Karlssyni hf. Heildarupphæð um 2 mkr. Samþykkt.

23. Bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 27. f.m., varðandi tilboð í endurgerð lóðar við leikskólann Hamraborg, skv. útboði Samþykkt að taka tilboði Mottó ehf. að upphæð kr. 17.653.312,-.

Þorkell Jónsson og Einar H. Jónsson mættu á fundinn vegna mála 9-23.

24. Bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 28. f.m., varðandi rekstrarleigu á Novell netstýrikerfum fyrir grunnskóla, skv. EES útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, AcoTæknivals að upphæð kr. 16.418.155,-.

25. Bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 28. f.m., varðandi heimild til verðkönnunar á rekstrarleigu á miðlægri afritunarstöð fyrir grunnskóla. Samþykkt.

Jón I.Valdimarsson mætti á fundinn vegna mála 24-25.

26. Bréf Félagsþjónustunnar í Reykjavík, dags. 26. f.m., varðandi gerð ársskýrslu fyrir Félagsþjónustuna, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Auglýsingarstofunnar Gott Fólk, McCann Ericsson að upphæð kr. 1.150.443,-. Sigríður Jónsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

27. Staðfest í stjórn pöntun á bókasafnsbúnaði fyrir Ársbæjarskóla, frá Þjónustumiðstöð bókasafna.

28. Útboðsauglýsingar: GAT – Ýmis smærri verkefni 2002. RVH – Malbikun Vogabakka. FAS – Yfirborðsdúkur á kastsvæði Laugardal. OVR – Dælustöð við Grafarholt, frágangur á lóð.

Fundi slitið kl. 10:30

Stefán Jóhann Stefánsson
Hrólfur Ölvisson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóhannes T. Sigursveinsson
Kjartan Magnússon