Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2002, mánudaginn 3. júní kl. 9:00 f.h., var haldinn 1614 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Helgi Pétursson, Hrólfur Ölvisson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 24. f.m., varðandi tilboð í malbiksyfirlagnir í Reykjavík – II, skv. útboði (Frestað á síðasta fundi). Samþykkt með 3 atkvæðum J.G.S. og H.L. sátu hjá, að leggja til við borgaráð að tilboði Loftorku ehf., kr. 63.906.476,- verði tekið.
J.G.S. og H.L. lögðu fram svohljóðandi bókun:
Í tilboði Hlaðbæjar-Colas er í meginatriðum gert ráð fyrir að í malbikinu verði “Durasplit” sem er ljóst steinefni og aðferðin sé fræsing/útlögn, þar sem öll útlögnin er nýtt malbik. Í tilboði Loftorku er gert ráð fyrir svokallaðri “repave” aðferð, þar sem nýtt malbikslag er lagt ofaná malbikið sem fyrir er. “Repave” aðferðin hefur meiri mengun í för með sér við lagninguna en hin aðferðin, en í “repave” aðferðinni er ca. 20% nýtt malbik lagt ofaná gamla malbikið, sem er rifið upp og hitað. Óhætt er að fullyrða að ljóst yfirborð gatna skapar meiri umferðaröryggi, fremur en dökkt og krefst auk þess minni lýsingar. Auk þess er hið ljósa yfirborð gatna mun umhverfisvænna. Því hefur verið haldið fram að reynslan hérlendis hafi ekki sýnt afgerandi mun á endingu á malbiki gatnanna, hvor aðferðin sem notuð er. Að öllum líkindum er fræsing og venjuleg malbikun betri en “repave”. Munurinn á tilboðum, þegar malbiksmagn bjóðenda hafa verið samræmt, er einungis 1,6%. Við hvetjum borgarráð til að skoða þá mörgu kosti sem tilboð Hlaðbæjar-Colas hefur í för með sér, sem lúta að umferðaröryggi, umhverfi og mengun.
2. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 30. f.m., varðandi tilboð í gerð reiðstíga á Esjumelum og Hólmsheiði, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Urðar og Grjóts ehf., að upphæð kr. 11.550.000,-.
3. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 30. f.m., varðandi tilboð í stjórnstöð fyrir snjóbræðslukerfi í Skólavörðustíg, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Teknís ehf., að upphæð kr. 5.559.000,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
4. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 30. og 31. f.m., varðandi heimild til að slíta samningi við Nota Bene hf., um kaup á umferðaskiltum. Jafnframt að tekið verði tilboði Merkingar ehf. í framleiðslu á skiltum til haustsins. Samþykkt.
Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 1-4.
5. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 31. f.m., varðandi tilboð í viðhald loftræstikerfa í grunnskólum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila: Rafnýtingar ehf, kr. 1.012.428,- í 2 fasteignir. Blikksmiðjunnar Auðás ehf., kr. 6.540.992,- í 12 fasteignir. Magnúsar Ágústssonar og Vogs, kr. 1.051.330,- í 2 fasteignir, með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
6. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 31. f.m., varðandi kaup á útiljósum í Hagaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Rafáss ehf., að upphæð kr. 591.289,-.
7. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 30. f.m., varðandi tilboð í endurgerð lóðar leikskólans Furuborgar, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Þrastar Eyjólfssonar að upphæð kr. 6.226.385,-.
Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 5-7.
8. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 29. f.m., varðandi kaup á ljósritunarvélum fyrir Rimaskóla, skv. verðkönnun. Frestað.
9. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 30. f.m., varðandi kaup á öryggismyndavélum fyrir Breiðholts- og Langholtsskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka B tilboði Securitas að upphæð kr. 3.131.177,-.
10. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 31. f.m., varðandi kaup og uppsetningu á tölvum fyrir grunnskóla og Fræðslumiðstöð, skv. útboði (EES). Frestað. Jón I. Valdimarsson og Sigþór Örn Guðmundsson mættu á fundinn vegna málsins.
11. Útboðsauglýsingar: FAS – Viðhald raflagna í 9 grunnskólum. GAT- Úrbætur í umferðamálum 2002. FAS – Malbik á Frjálsíþróttasvæði í Laugardal. FAS – Leikskólinn Hamraborg – endurgerð lóðar.
Fundi slitið kl. 9:45
Helgi Pétursson
Hrólfur Ölvisson Jóhanna
Sigríður Eyjólfsdóttir
Haukur Leósson
Jóna Gróa Sigurðardóttir.