Innkauparáð - Fundur nr. 1613

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 27. maí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1613 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 17. þ.m., varðandi tilboð í gatnagerð í Kirkjutúni, 3. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Fleygtaks ehf., að upphæð kr. 16.880.400,-.

2. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 21. þ.m., varðandi tilboð í lagningu gangstíga – II, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Jarðkrafts ehf., kr. 27.719.000,- verði tekið.

3. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi tilboð í malbiksyfirlagnir í Reykjavík – II, skv. útboði. Frestað.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi kaup á sérframleiddum holræsarörum frá Ostraadt rör A/S, Noregi. Verð kr. 15.261.000,- án vsk. Samþykkt.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 1-4.

5. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 24. þ.m., varðandi kaup á hitaelementum í loftdreifibox í Ráðhúsi, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Lindax ehf, að upphæð kr. 4.625.800,-.

6. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m., varðandi kaup á hjólastólalyftu í Árbæjarskóla frá Héðinn Schindler lyftum ehf. Verð kr. 1.479.000,-. Samþykkt með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

7. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í endurgerð lóðar Jöklaborgar, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Spangar ehf, að upphæð kr. 12.765.000,-.

8. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 17. þ.m., varðandi tilboð í brunaviðvörunarkerfi í leikskóla , skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Keflavíkurverktaka ehf, að upphæð kr. 9.772.270,-.

9. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. þ.m., varðandi kaup á ljósum í Droplaugarstaði, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Rafsviðs ehf, að upphæð kr. 1.337.526,-.

10. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 17. þ.m., varðandi kaup á teppi í íþróttahús Hagaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði G.L.V. ehf, að upphæð kr. 766.900,-.

11. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 17. þ.m., varðandi tilboð í brottflutning bragga við Stórhöfða. Samþykkt að taka tilboði Jónasar Vigfússonar, um að hann greiði kr. 130.000,- fyrir verkið.

12. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 24. þ.m., varðandi kaup á eldhúsbúnaði í leikskólann Hamraborg, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði II frá Jóhanni Ólafssyni & Co, að upphæð kr. 1.139.598,-.

13. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 24. þ.m., varðandi tilboð í uppbyggingu veggja í íþróttahús við Austurberg, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Sökkuls ehf, að upphæð kr. 3.979.075,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 5-13.

14. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi kaup á sorpgeymi frá Norba AB. Verð 5,7 mkr. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi kaup á vörubílsgrind undir sorpgeymi, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Heklu hf að upphæð kr. 6.395.565,-.

Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna mála 14-15.

16. Lagt fram bréf Umhverfis- og tæknisviðs, dags. 21. þ.m., varðandi viðbótarkaup á örflögum til skráningar á sorpílátum frá Leiði ehf. Verð 7 mkr. Samþykkt. Einar Bjarni Bjarnason mætti á fundinn vegna málsins.

17. Lagt fram bréf Vinnuskóla Reykjavíkur, dags. 21. þ.m., varðandi tilboð í akstur á nemendum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Hópferðamiðstöðvarinnar ehf, að upphæð kr. 11.849.460,- til 2ja ára, með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

18. Lagt fram bréf Vinnuskóla Reykjavíkur, dags. 21. þ.m., varðandi tilboð í gámaþjónustu og salernisleigu, skv. verðkönnun Samþykkt að taka tilboði Gámaþjónustunnar ehf, kr. 1.140.000,- í gámaleigu með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum og tilboði Gámakó hf, kr. 134.000,- í salernisleigu.

19. Lagt fram bréf fjármáladeildar Ráðhúss, dags. 16. þ.m., varðandi heimild til samningsgerðar við Ráðgjöf og efnahagsspá ehf., um aðstoð við að lágmarka gengisáhættu í efnahag og sjóðsstreymi. Samningsfjárhæð 4 mkr. Samþykkt.

20. Lagt fram til kynningar bréf Sorpu bs, dags. 14. þ.m., varðandi niðurstöðu í EES útboði nr. 0203/SHS Bindvír.

21. Útboðsauglýsingar: FAS – Leikskólinn Garðaborg – endurgerð lóðar. GAT- Ýmis smærri verkefni II. FAS – Viðhald loftræsrikerfa í íbúðum aldraðra.

Fundi slitið kl. 10:00

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir.