Innkauparáð - Fundur nr. 1612

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 13. maí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1612 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í lagningu göngustíga 2002 – útboð 1, skv. útboði. Samþykkt leggja til við borgarráð að tilboði Urðar og Grjóts ehf., kr. 26.430.000 verði tekið. Guðbjartur Sigfússon mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í byggingu brúar og botns í Laugardalslaug, skv. útboði. Samþykkt að hafna öllum tilboðum, en bjóða verkið út aftur í lokuðu útboði með þátttöku eftirtaldra aðila: Aqua Level AB / Myrtha Pools, Polymarin Waripool og KBE Bauelemente.

3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð klæðningu á umglingaálmu Fellaskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Einars Sigurðssonar ehf., að upphæð kr. 12.033.650,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

4. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í innréttingu og búnað í Hólabrekkuskóla 4. áfangi , skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Beykis ehf, að upphæð kr. 6.441.244,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

5. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í innréttingu á mötuneyti í Hólabrekkuskóla 2. áfanga , skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Íbyggðar ehf, kr. 23.805.187,- verði tekið.

6. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í lóðarfrágang við Álftamýrarskóla , skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði BJ verktaka ehf, að upphæð kr. 13.218.800,-.

7. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í þak og glugga á klifurturni við Gufunesbýlið , skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Sökkuls ehf, að upphæð kr. 4.141.600,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

8. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í jarðvinnu vegna viðbyggingar við leikskólann Dvergastein , skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Sigurjóns G. Halldórssonar, að upphæð kr. 5.421.092,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

9. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í breytingar á norðurhúsi Laugalækjarskóla , skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að heimila Afltaki ehf., að falla frá tilboði sínu sem gengið var að á síðasta stjórnarfundi. Jafnframt er lagt til að tekið verði tilboði Keflavíkurverktaka ehf, að upphæð kr. 60.409.395,-.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 2, 9 og 16.

10. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 10. þ.m., varðandi kaup á skrifstofuhúsgögnum fyrir grunnskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboðum eftirtöldra aðila: Office One kr. 434.100,- Nýforms kr. 409.400,- Á. Guðmundssonar ehf kr. 1.653.150,- E.G. skrifstofubúnaðar ehf. kr. 639.100,-.

11. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 10. þ.m., varðandi kaup á fjölstillanlegum húsgögnum fyrir grunnskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila: Nýforms kr. 11.232.800,- Á. Guðmundssonar ehf. kr. 5.312.400,-.

12. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 10. þ.m., varðandi kaup á hefðbundnum húsgögnum fyrir grunnskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila: Stálhúsgagna, kr. 866.700,- Á. Guðmundssonar ehf., kr. 8.681.520,- Pennans, kr. 7.742.260,-.

13. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 10. þ.m., varðandi kaup á sérbúnum húsgögnum fyrir grunnskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila: Á. Guðmundssonar ehf. kr. 2.754.000,-. Nýforms kr. 295.000,-.

14. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 10. þ.m., varðandi kaup á viðhorfskönnun foreldra grunnskólabarna, skv. verðkönnun. Samþykkt að tilboði PWC Consulting að upphæð kr. 4.368.000,-.

Júlíus Sigurbjörnsson mætti á fundinn vegna mála 10-13 og Guðbjörg Andrea Jónsdóttir vegna máls 14.

15. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 10. þ.m., varðandi leigu á tölvubúnaði, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Nýherja hf., að upphæð kr. 6.516.565,- til 3ja ára.

16. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 30. f.m., varðandi endurbætur á 1. hæð Klébergsskóla, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði S.Þ. verktaka, kr. 28.337.568,- verði tekið.

17. Útboðsauglýsingar: FAS – Sjúkrakallkerfi í hjúkrunarheimilið Seljahlíð. OVR- Skammadalsæð og safnæð, endurnýjun 2002.

Fundi slitið kl. 9:25

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir.