Innkauparáð - Fundur nr. 1611

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 6. maí kl. 9:00 f.h., var haldinn 1611 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 3. þ.m., varðandi kaup á járnsteyptum brunnlokum og niðurföllum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Málmsteypu Þorgríms Jónssonar ehf, að upphæð kr. 9.547.005,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum.

2. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 30. f.m., varðandi tilboð í gerð settjarna í Elliðaárdal, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði J.V.J. ehf, kr. 33.847.874,- verði tekið með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum.

Ólafur Stefánsson mætti á fundinn vegna mála 1-2.

3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 3. þ.m., varðandi tilboð í breytingar á norðurhúsi Laugalækjaskóla, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Afltaks ehf., að upphæð kr. 53.608.173,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

4. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 2. þ.m., varðandi uppsetningu á kjördeildum fyrir borgarstjórnarkostningar, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Sýningakerfa ehf., að upphæð kr. 2.965.590,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

5. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 3. þ.m., varðandi tilboð í uppsetningu á neyðarljósum í leikskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Ljósvers ehf, að upphæð kr. 1.094.900,-.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 3–5.

6. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 30. f.m., varðandi viðbótarkaup á skráningarbúnaði fyrir sorpbíla frá Leiðum ehf, heildarverð 13 mkr. Samþykkt.

7. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 30. f.m., varðandi kaup á sendibíl frá P. Samúelssyni hf., verð kr. 2.612.000,-. Samþykkt.

Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna mála 6-7

8. Lagt fram bréf Umhverfis- og heilbrigðisstofu, dags. 3. þ.m., varðandi kaup á loftmælitækjum skv. útboði. (EES) Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Horiba Europe GmbH., að upphæð kr. 31.866.920,- verði tekið.. Örn Sigurðsson og Lúðvík Gústafsson mættu á fundinn vegna málsins.

9. Lagt fram bréf Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs, dags. 3. þ.m., varðandi kaup á ljósbúnaði frá Lumex/Helga Eiríkssyni verð kr. 2,9 mkr.. Samþykkt. Sif Gunnarsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

10. Útboðsauglýsingar: FAS – Til sölu – Braggi við Stórhöfða GAT - Kirkjutún – 3. áfangi FAS - Smíði á ryðfríum hitaelementum GAT - Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2002 Útboð 1. GAT - Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2002 Útboð 2. GAT - Malbiksyfirlagnir í Reykjavík 2002 Útboð 3. GAT - Gangstígar 2002 – Útboð II. OVR- Viðgerð röravarmaskipta

Fundi slitið kl. 9:25
Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Haukur Leósson.