Innkauparáð - Fundur nr. 1610

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 29. apríl kl. 9:00 f.h., var haldinn 1610 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 26. þ.m., varðandi tilboð í grasslátt í Fossvogi 2002 og 2003, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Fræsunar ehf., að upphæð kr. 13.162.860,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum.

2. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 26. þ.m., varðandi tilboð í gerð 30 km hverfa 2002, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði lægstbjóðanda Bergþórs Arnars Ottóssonar, kr. 25.641.000,- verði tekið.

3. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 26. þ.m., varðandi tilboð í gerð steyptra gangstétta og ræktunar 2002, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði lægstbjóðanda Steinmótunar ehf., kr. 27.254.850,- verði tekið.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 26. þ.m., varðandi kaup á tilbúnum áburði, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Áburðarverksmiðjunnar hf., að upphæð kr. 2.087.323,-.

5. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í endurnýjun gangstétta og veitukerfa 3. áfanga - Gerðin, skv. samvinnuútboði Garnamálastofu Reykjavíkur, Orkuveitu Reykjavíkur og Landssímans. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði lægstbjóðanda Ístaks hf., kr. 54.590.562,- verði tekið.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 1-5.

6. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 26. þ.m., varðandi tilboð í loftaklæðningu í Ölduselsskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Byggingafélagsins Boga ehf., að upphæð kr. 988.000,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Þorkell Jónsson mætti á fundinn vegna mála 6, 18 og 19.

7. Lagt fram til kynningar bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 24. þ.m., varðandi viðbótarkaup á skráningarbúnaði frá Botek vågsystem ab. Hersir Oddsson og Einar Bjarni Bjarnason mættu á fundinn vegna málsins

8. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 26. þ.m., varðandi kaup á Novell netstýrikerfum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði AcoTæknivals hf., að upphæð kr. 1.643.649,-. Jón I. Valdimarsson mætti á fundinn vegna málsins.

9. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 26. þ.m., varðandi heimild til verðkönnunar vegna könnunar á viðhorfum foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Samþykkt verðkönnun. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

10. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 23. þ.m., varðandi kaup á skólatöflum, myndvörpum og kortabrautum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði E.G.skrifstofubúnaðar kr. 2.410.886.- í skólatöflur, tilboði Skólavörðubúðarinnar ehf., kr. 717.462,- í myndvarpa og tilboði Á. Guðmundssonar hf., kr. 1.272.500,- í kortabrautir.

11. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 26. þ.m., varðandi kaup á stólum í hátíða- og matsal Ártúnsskóla o.fl., skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Nýforms hf., að upphæð kr. 1.422.000,-.

12. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 23. þ.m., varðandi kaup á saumavélaborðum fyrir Víkurskóla, frá Pennanum. Verð kr. 1.369.743,-. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi kaup á saumavélum fyrir Víkurskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Völusteins, að upphæð kr. 572.682,-.

Júlíus Sigurbjörnsson mætti á fundinn vegna mála 10-13.

14. Lagt fram bréf Vinnuskóla Reykjavíkur, dags. 18. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í akstur á nemendum. (Frestað á síðasta fundi). Einnig lagður fram verksamningur við Hópferðamiðstöðina hf., dags. 5.6.2000. Samþykkt verðkönnun. Friðþjófur Karlsson mætti á fundinn vegna málsins.

15. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar í Reykjavík dags. 18. þ.m., varðandi heimild til að ganga til samninga við Landsspítala – háskólasjúkrahús um læknaþjónustu fyrir öldrunarstofnanir. Samþykkt að leggja til við borgarráð að gerður verði samningur til 2ja ára, að upphæð kr. 28.705.638,-. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

16. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. þ.m., varðandi samning við Múlakaffi hf., um kaup á fæði til starfsmanna við kosninga á kjördag 25. maí n.k. Samningsverð 1.2 mkr. Samþykkt. 17. Útboðsauglýsingar: FAS – Brunaviðvörunarkerfi í 12 leikskóla. FAS – Smíði eldhúss Hólabrekkuskóla.

18. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í málun í Hólabrekkuskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Elvars Ingasonar, kr. 1.9.11.840,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

19. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í búningsherbergi og sturtuklefa í Austurbæjarskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Silfursteins ehf., kr. 5.672.970,-.

Fundi slitið kl. 9:55

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson Jóhanna
Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Haukur Leósson.