Innkauparáð - Fundur nr. 1609

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 22. apríl kl. 9:00 f.h., var haldinn 1609 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Helgi Pétursson og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Guðbjörg Eggertsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 19. þ.m., varðandi tilboð í steyptar gangstéttir og ræktun, útboð I, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði lægstbjóðanda Fjölverks verktaka ehf að upphæð kr. 30.381.000,- verði tekið með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á opinberum gjöldum. Ólafur Stefánsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 19. þ.m., varðandi heimild til að ganga til samninga við Smartkort ehf. um kaup á smartkortum. Samningsverð 6,8 mkr. Samþykkt. Skúli Skúlason og Steinþór Einarsson mættu á fundinn vegna málsins.

3. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 18. þ.m., varðandi kaup á 4x4 díselbíl frá B&L hf., verð kr. 2.500.000,-. Samþykkt. Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna málsins

4. Lagt fram bréf Vinnuskóla Reykjavíkur, dags. 18. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í gámaþjónustu og salernisleigu. Samþykkt verðkönnun.

5. Lagt fram bréf Vinnuskóla Reykjavíkur, dags. 18. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í akstur á nemendum. Frestað.

Arnfinnur U. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 4-5.

6. Lagt fram bréf Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar og Umhverfis- og tæknisviðs Reykjavíkurborgar, dags. 19. þ.m., varðandi heimild til að ganga til samnings vegna víðnetstenginga, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Línu.Net hf., að upphæð kr. 6.587.289,- til 2ja ára. A.Þ. vék af fundi við afgreiðslu málsins. V.Þ.V. sat hjá við afgreiðslu málsins. Eggert Ólafsson og Sigurjón Kolbeins mættu á fundinn vegna málsins.

7. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í gluggastækkun og klæðningu Hólabrekkuskóla skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Silfursteins ehf., að upphæð kr. 9.565.400,-.

8. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 19. þ.m., varðandi tilboð í innréttingar í leikskólann Dvergastein, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Tegra innréttinga ehf, að upphæð kr. 1.011.078,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

9. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í raflagnir í Þönglabakka 4, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Raflagna Íslands ehf, að upphæð kr. 3.633.930,-.

10. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í tréverk í Þönglabakka 4, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Sigurðar Guðmundssonar, að upphæð kr. 4.858.450,-.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 7-10.

Útboðsauglýsingar: FRÆ – Rekstrarleiga á Novell netstýrikerfum. FAS – Stækkun og endurgerð lóðar við leikskólann Jöklaborg. FAS – Stækkun og endurgerð lóðar við leikskólann Furuborg. GAT – Gangstígar 2002 – Útboð I. FAS – Smíði innréttinga og innihurða í 4. áfanga Hólabrekkuskóla. GAT – Járnsteypt brunnlok og niðurföll 2002.

Fundi slitið kl. 9:30

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Helgi Pétursson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson