Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2002, mánudaginn 15. apríl kl. 9:00 f.h., var haldinn 1608 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Hrólfur Ölvisson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í gatnagerð á Esjumelum 2. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði lægstbjóðanda Guðjóns Haraldssonar, kr. 29.058.400,- verði tekið.
2. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi tilboð í malbikun gatna í Reykjavík 2002, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði lægstbjóðanda Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf., kr. 58.872.848,- verði tekið.
3. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 12. þ.m., varðandi kaup á plaströrum, í settjarnir í Elliðaárdal, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Reykjalundar, að upphæð kr. 3.879.566,-.
Ólafur Stefánsson mætti á fundinn vegna mála 1-3.
4. Lögð fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. og 5. þ.m., varðandi heimild til viðbótarverk- samnings við Spöng ehf., um breytingar á Ártúnsskóla 1. áfanga. Upphæð samnings 15 mkr. (Frestað á síðasta fundi). Samþykkt.
5. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 12. þ.m., varðandi tilboð í jarðvinnu við sundlaug í Laugardal, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Arnarverks ehf., kr. 15.544.000,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
Þorkell Jónsson og Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 4-5.
6. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 11. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í skrifstofuhúsgögn í grunnskóla. Samþykkt verðkönnun.
7. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 11. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í hefðbundin skólahúsgögn. Samþykkt verðkönnun. 8. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 11. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í sérhæfð skólahúsgögn. Samþykkt verðkönnun.
9. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 12. þ.m., varðandi heimild til að gera verð- og þekkingarkönnun á uppfærslu netstýrikerfa í grunnskólum og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Samþykkt.
Júlíus Sigurbjörnsson mætti á fundinn vegna mála 6-8 en Jón I. Valdimarsson vegna máls 9.
10. Lagt fram bréf Umhverfis- og heilbrigðisstofu,, dags. 11. þ.m., varðandi kaup á símstöð og tengdum búnaði frá HT&T ehf. Verð kr. 1.293.921,-. Samþykkt. Ellý K.J. Guðmundsdóttir og Sigurjón Kolbeins mættu á fundinn vegna málsins.
11. Útboðsauglýsingar: FAS – Frágangur lóðar við Álftamýrarskóla. FAS – Breytingar og endurbætur á norðurhúsi Laugalækjarskóla. GAT – Steyptar gangstéttir og ræktun 2002, Útboð II. FAS – Viðhald loftræstikerfa í 16 grunnskólum. FAS – Klæðning utanhúss á Fellaskóla. OVR – Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 3. áfangi.
Fundi slitið kl. 9:30
Alfreð Þorsteinsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Hrólfur Ölvisson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Jóhanna Siguríður Eyjólfsdóttir