Innkauparáð - Fundur nr. 1606

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 25. mars kl. 9:00 f.h., var haldinn 1606 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í endurnýjun Skólavörðuholts 4. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Afrek ehf. og Einar og Tryggva ehf., in solidum, á grundvelli tilboðs þeirra kr. 44.369.556,-.

2. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í verkið “Götugögn Skólavörðustíg - málmhlutir skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Vélsmiðju Einars Guðbrandssonar sf., að upphæð kr. 1.432.000,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

3. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í endurnýjun gangstétta og veitukerfa 2. áfanga skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði lægstbjóðanda Sveins Skaftasonar kr. 54.649.150,- verði tekið.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 1-3.

4. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í múrviðgerðir í leikskólum, skv. útboði. Samþykkt að tilboðum eftirtaldra aðila verði tekið með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum: Múrarameistara ehf. kr. 5.411.450,- í 4 fasteignir. K.K. verktaka ehf. kr. 223.100,- í 1 fasteign.

5. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í dúkalögn í Listasafn Hafnarhúsi, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Dúkarans.is ehf., að upphæð kr. 1.184.600,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

6. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m., varðandi kaup á húsgögnum í Listasafn Hafnarhúsi, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Epals hf., að upphæð kr. 1.268.924,-.

7. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m., varðandi kaup á símkerfi fyrir Listasafn Hafnarhúsi, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Svars hf. í stofnkostnað, að upphæð kr. 1.006.942,-.

Einar H. Jónsson og Kristinn J. Gíslason mættu á fundinn vegna mála 4-7.

8. Lagt fram bréf Rekstrar- og þjónustuskrifstofu Ráðhúss Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi tilboð í prentun á umslögum, bréfsefnum, boðskortum og nafnspjöldum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda Prentsmiðjunnar hjá Guðjóni Ó hf., að upphæð kr. 978.524,-. Ólafur Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.

9. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m., og bréf Samkeppnisstofnunar, dags. 20. þ.m., varðandi erindi Garðlistar ehf., um slátt á íþróttasvæðum.

10. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, dags. 22. þ.m. og orðsending skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 20. þ.m., varðandi tilkynningu um væntanlega kæru Lögskila ehf., vegna niðurstöðu og málsmeðferðar í útboðinu Fóðrun holræsa 2002 – 2004. Einnig lagt fram bréf Lögskila ehf., dags. 19. þ.m., vegna sama máls.

11. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 20. þ.m. varðandi heimild til lokaðs útboðs á brú og færanlegum botni í yfirbyggða sundlaug í Laugardal. Samþykkt að gefa eftirtölum aðilum kost á þátttöku: Aqua Laval AB/Myrtha Pools, Pollymarin og KBE Bauelemente. 12. Lagðar fram upplýsingar um tekjur Innkaupastofnunar af þjónustugjöldum fyrir árin 1999-2001.

13. Útboðsauglýsingar: FAS – Viðgerðir, breytingar og klæðning á austur og norðurhlið 1. áf. Hólabrekkuskóla. FAS – Viðgerðir og viðhald á þaki C-álmu Réttarholtsskóla. GAT – Esjumelar, Kjalarnesi 2. áf. Gatnagerð og lagnir. FAS – Jarðvinna við sund- og heilsumiðstöð í Laugardal.

Fundi slitið kl. 9:45

Alfreð Þorsteinsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Jóhanna Siguríður Eyjólfsdóttir