Innkauparáð - Fundur nr. 1605

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR Ár 2002, mánudaginn 18. mars kl. 9:00 f.h., var haldinn 1605 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson. Þetta gerðist: 1) Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í endurnýjun gangstétta og veitukerfa 1. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Steypustáls ehf að upphæð kr. 51.839.260,- verði tekið. Höskuldur Tryggvason mætti á fundinn vegna málsins. [Sjá tilboðin sem bárust.] 2) Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 14. þ.m., varðandi heimild til viðbótarverksamnings við Íbyggð ehf, um lokafrágang á 4. áfanga Hólabrekkuskóla. Áætluð samningsupphæð kr. 10.600.000,-. Einnig að samið verði um umsjónarálag á tilboð undirverktaka í málun, dúkalagnir og innréttingar. Samþykkt. 3) Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í hljóðeinangrun í Laugaborg, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði JS-húsa ehf að upphæð kr. 808.000,- með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Einar Jónsson og Ámundi Brynjólfsson mættu á fundinn vegna mála 2 – 3. 4) Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 15. þ.m., varðandi heimild til að endurnýjunar á Microsoft skólasamningi við Nýherja hf samningsupphæð kr. 12.121.207,-. Samþykkt. Guðbjörg Andrea Jónsdóttir mætti á fundinn vegna málsins. 5) Lagt fram bréf Kjaraþróunardeildar, dags. 14. þm., varðandi heimild til samnings við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands, um könnun á kynjabundnum launum. Samningsverð 3,3 mkr án vsk. Samþykkt. 6) Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. þ.m., varðandi drög að samþykkt fyrir stjórn Innkaupastofnunar. 7) Útboðsauglýsingar: OVR – Forval; Skrifstofuhúsgögn í höfuðstöðvar Réttarhálsi EES. FRÆ – 600 Tölvur í grunnskóla Reykjavíkur EES. Fundi slitið kl. 9:30 Alfreð Þorsteinsson Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir Helgi Pétursson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Jóna Gróa Sigurðardóttir