Innkauparáð - Fundur nr. 1604

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 11. mars kl. 9:00 f.h., var haldinn 1604 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi heimild til framlengingar samnings við Vélsmiðju Sigurðar V. Gunnarssonar ehf., um sandskipti í sandkössum. Samningsverð kr. 18.335.500. Með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Samþykkt.

2. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í steinsmíði vegna endurnýjunar Skólavörðustígs og á Skólavörðuholti, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboðum lægstbjóðenda, Steinsmiðjunnar Reinar ehf., kr. 11.212.860,- í A hluta og Steinsmiðju Sigurðar Helgasonar ehf. kr. 2.760.303,- í B hluta með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 1-2.

3. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 8. þ.m., varðandi kaup á klessubátum fyrir Fjölskyldugarðinn frá Eurogames. Áætlað verð um 1,9 mkr. Samþykkt.

4. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 8. þ.m., varðandi heimild til kaupa eða leigu á stórum leiktækjum fyrir Fjölskyldugarðinn, skv. verðkönnun. Samþykkt að heimila forstjóra Innkaupastofnunar og framkvæmdastjóra Íþrótta- og tómstundaráðs og forstöðumanni Fjölskyldu- og húsdýragarðs, að kaupa eða gera rekstrarleigusamninga.

5. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 8. þ.m., varðandi heimild til samningsgerðar við Teit Jónasson hópferðabíla, um akstur á skíðasvæði, skv. verðkönnun. Samningsverð kr. 5.500.000,- í 2 ár, með heimild til framlengingar um 1 ár. Samþykkt

Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna mála 3-4 og Logi Sigurfinnsson vegna máls 5.

6. Lagt fram bréf Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs, dags. 7. þm., varðandi kaup á húsgögnum í slökkvistöð í Skútahrauni 6, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Pennans hf., að upphæð kr. 1.506.685,- og Á. Guðmundssonar ehf., að upphæð kr. 1.733.600,-. Björn Gíslason mætti á fundinn vegna málsins.

7. Lagt fram bréf Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 7. þ.m., varðandi kaup á Cisco PIX 515E, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Opinna Kerfa hf., að upphæð kr. 1.928.000,-. 8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, dags. 27. f.m., varðandi kaup á hreinlætispappír og plastpokum (málinu frestað á síðasta fundi). Einnig lögð fram greinargerð Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur og Leikskóla Reykjavíkur, dags. 5. þ.m., varðandi málið. J.G.S. og H.L. báru fram þá tillögu að tveim lægstu tilboðunum verði tekið. Tillagan var felld með 3 atkvæðum gegn 2. Samþykkt með 3 atkvæðum H.L. og J.G.S. á móti að næstlægsta heildartilboði í hreinlætispappír frá Rekstrarvörum kr. 8.482.156,- verði tekið. Samþykkt að taka tilboði Rekstrarvara að upphæð kr. 2.957.440,- í plastpoka.

J.G.S. og H.L. óskuðu bókað: Við sjálfstæðismenn mótmælum afgreiðslu R-listans að taka ekki lægsta tilboði í handþurrkupappír annars vegar og W.C. pappír og eldhúsrúllur hinsvegar. Hér munar kr. 1.419.645,- hvað tilboðinu sem tekið var, er hærra. Samkvæmt greinargerð stenst lægsti bjóðandi í handþurrkur kröfur. Ekki er hægt að sjá gæðamun á umræddri vöru að okkar mati.

A.Þ., H.P. og J.S.E. óskuðu bókað: Vísað er til ýtarlegrar könnunar og niðurstöðu tveggja starfsmanna Leikskóla Reykjavíkur og Fræðslumiðstöðvar, sem telja verðmismun of lítinn til þess að hagkvæmt sé að skipta þessum viðskiptum og einnig óhagræði sem felst í að panta og taka á móti vörum frá fleiri birgjum. Bent er á að móttökustaðir séu 130 hjá þessum tveim stofnunum.

Júlíus Sigurbjörnsson mætti á fundinn vegna málsins

9. Útboðsauglýsingar: OVR – Tengiskápar utanhúss fyrir hitaveitu. GAT – Brú á Skothúsvegi og göng undir Austurberg, endurbætur og viðhald.

Fundi slitið kl. 10:00

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson Haukur Leósson
Jóhanna Siguríður Eyjólfsdóttir Jóna Gróa Sigurðardóttir