Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2002, mánudaginn 18. febrúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1601 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Borgarverkfræðingsins í Reykjavík, dags. 14. þ.m., varðandi val á verktökum í alútboð á bílakjallara undir botni Tjarnarinnar, skv. forvali. Frestað. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 15. þ.m., varðandi tilboð í dúkalagnir í leikskóla við Háteigsveg, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Björgvins Valdimarssonar að upphæð kr. 1.921.398. Með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í lagningu sandfyllts gervigrass á sparkvöll við Austurbæjarskóla, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði A frá Polytan Sportstáttenbau Gmbh að upphæð kr. 3.895.000.
4. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í málun á fasteignum bílastæðasjóðs og hverfisbækistöðva, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila: Jóns G. Þórarinssonar kr. 588.650 í 1 fasteign. Jóhanns V. Steimanns kr. 152.700 í 1 fasteign. Sigurðar Eyþórssonar kr. 133.500 í 1 fasteign. G.Á. verktaka kr. 946.100 í 5 fasteignir. Fasteignaviðhalds ehf kr. 1.815.000 í 1 fasteign. Með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
5. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 15. þ.m., varðandi tilboð í stálsmíði í Breiðholtslaug / Grafarvogslaug, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Vélsmiðju Sigurðar V. Gunnarssonar að upphæð kr. 2.810.000. Með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.
Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 2 – 5.
6. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 13. þ.m., varðandi kaup á símkerfi fyrir Hitt Húsið frá Grunni Gagnalausnum ehf. Verð kr. 878.712 með uppsetningu. Samþykkt
Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna mála 6 og 9.
7. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar, dags. 15. þ.m., varðandi tilboð í rekstrarleigu á tölvubúnaði, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Opinna Kerfa hf að upphæð kr. 2.639.808 fyrir 36 mánuði. Gunnar Þorláksson og Dagný Einarsdóttir mættu á fundinn vegna málsins.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar, dags. 14. þ.m., varðandi kaup á ljósritunarpappír, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Rekstrarvara að upphæð kr. 4.219.120. Samningstími 1 ár með framlengingarheimild í 1 ár.
9. Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 15. þ.m., varðandi bréf Garðlistar ehf, dags. 7. þ.m.
10. Útboðsauglýsingar: GAT – Skólavörðuholt – endurbætur 4. áfangi. UMH – Equipment for ambient – air quality monitoring. (EES). OVR – Endurnýjun gangstétta og veitukerfa 1. áfangi. OVR – PEX-hitaveitupípur og pípuefni. (EES).
Fundi slitið kl. 9:30
Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Eyjólfsdóttir
Helgi Pétursson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Haukur Leósson