Innkauparáð - Fundur nr. 1600

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 11. febrúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1600 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 8. þ.m., varðandi heimild til að ganga til samninga við BJ-verktaka ehf., um lóðarfrágang við Melaskóla. Samþykkt.

2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í endurmálun á fasteignum ÍTR og bókasafna, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum: Jóns G. Þórarinssonar kr. 3.811.150 í 9 fasteignir. Sigurðar Eyþórssonar. kr. 276.400 í 2 fasteignir. G.Á.verktaka sf. kr. 2.782.600 í 7 fasteignir.

3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 8. f.m., varðandi kaup á hertu gleri í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi frá Samverki ehf. Verð kr. 990.000. Samþykkt.

4. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 8. f.m., varðandi kaup á hillubúnaði í Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Ísoldar ehf. að upphæð kr. 6.492.400. Einar H. Jónsson og Sighvatur Arnarson mættu á fundinn vegna mála 1.-4.

5. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar, dags. 8. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í rekstrarleigu á skrifstofubúnaði í Vesturgarð. Samþykkt. Dagný Einarsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

6. Lagt fram bréf Leikskóla Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í tölvur. Samþykkt verðkönnun. Linda B. Þormóðsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

7. Lagt fram bréf Garðlistar til borgarráðs, dags. 7. þ.m., varðandi útboð á slætti íþróttasvæða í Reykjavík. Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

8. Lögð fram skýrsla og tillaga forstjóra Innkaupastofnunar, forstöðumanns Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkur og tölvuráðgjafa Upplýsingatækniþjónustu, dags. 6. þ.m., varðandi útboð á síma-, fjarskipta- og gagnaflutningaþjónustu Reykjavíkurborgar. Samþykkt.

9. Útboðsauglýsingar: FAS – Hlíðaskóli, 6. áfangi, fullnaðarfrágangur. FAS – Dúkalagnir í ýsmum fasteignum Reykjavíkurborgar. OVR – Hellisheiði, smíði borholuhljóðdeyfa og mælikera.

Fundi slitið kl. 9:30

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Haukur Leósson
Jóhanna Eyjólfsdóttir