Innkauparáð - Fundur nr. 16

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2003, mánudaginn 21. júlí, var haldinn 16. fundur Innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Viðstaddir voru: Hrólfur Ölvisson, Jóhannes Sigursveinsson og Haukur Leósson. Jafnframt sat Steingrímur Ólafsson frá Innkaupastofnun, fundinn. Fundarritari var Jónína H. Björgvinsdóttir.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf forstöðumanns Fasteignastofu frá 16. þ.m. um tilboð í eldhústæki, stálinnréttingar og annan búnað fyrir átta grunnskóla í Reykjavík. Frestað. Ámundi Brynjólfsson og Hreinn Ólafsson mættu á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram yfirlit Innkaupastofnunar, dags. í dag, um viðskipti stofnunarinnar í júní.

3. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar, dags. í dag, varðandi útboð umhverfis- og tæknisviðs vegna töku loftmynda. Frestað og óskað eftir nánari upplýsingum frá Innkaupastofnun.

4. Lagt fram afrit af bréfi borgarritara frá 14. þ.m. til forstöðumanns varðandi mánaðarleg yfirlit innkaupa.

Fundi slitið kl. 14.50.

Hrólfur Ölvisson

Jóhannes Sigursveinsson Haukur Leósson