Innkauparáð - Fundur nr. 1599

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR Ár 2002, mánudaginn 4. febrúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1599 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson. Þetta gerðist: 1. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 1. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í tölvubúnað. Samþykkt verðkönnun. Skúli Skúlason mætti á fundinn vegna málsins. 2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 31. f.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á lóðarfrágangi leikskóla við Maríubaug. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þáttöku: Ásbergi ehf, Garðaprýði ehf, Garðyrkjuþjónustunni ehf, Jóni Júlíusi Elíssyni og Lystigörðum ehf. Með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. 3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð í endurmálun á leikskólum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum: Jóns G. Þórarinssonar kr. 1.182.780 í 8 fasteignir. Nýmálunar ehf. kr. 1.354.670 í 5 fasteignir. Jóhanns Steimann kr. 1.228.247 í 5 fasteign. Málarameistara ehf. kr. 519.829 í 4 fasteignir. Alhliðamálunar ehf. kr. 89.700 í 1 fasteign. Hannesar Valgeirssonar kr. 84.650 í 1 fasteign. Aðalmálunar sf. kr. 2.949.910 í 15 fasteignir. [Sjá tilboðin sem bárust.] 4. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 29. f.m., varðandi tilboð í brunaviðvörunarkerfi í Hlíðaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka heildartilboði Securitas, að upphæð kr. 2.092.870. Jafnframt fellt úr gildi samþykki stjórnar á síðasta fundi v.s.m. Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 2-4. 5. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar, dags. 1. þ.m., varðandi kaup á skrifstofuhúsgögnum, fyrir Vesturgarð, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila. Pennans kr. 909.269. Á. Guðmundssonar ehf kr. 674.700. Nýforms kr. 420.000. Gunnar Þorláksson mætti á fundinn vegna málsins. 6. Lagt fram bréf Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar, dags. 1. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í Cisco Pix 515 netvirki. Samþykkt verðkönnun. Eggert Ólafsson mætti á fundinn vegna málsins. 7. Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 31. f.m., varðandi samning við Kaldasel ehf um kaup á hjólbörðum fyrir SVR/Strætó bs. Einnig lagt fram að nýju bréf Kaldasels ehf, dags. 21. f.m., v.s.m. 8. Útboðsauglýsingar: GAT - Reynisvatnsvegur – 2. áfangi, Jónsgeisli og undirgöng, gatnagerð og veitukerfi. OVR - Vatnsgjafi – Vatnspóstur Fundi slitið kl. 9:30 Alfreð Þorsteinsson Helgi Pétursson Jóna Gróa Sigurðardóttir Haukur Leósson Jóhanna Eyjólfsdóttir