Innkauparáð - Fundur nr. 1598

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 28. janúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1598 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í brunaviðvörunarkerfi í Hlíðaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Securitas, að upphæð kr. 1.689.854.

2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í endurmálun á grunnskólum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum eftirtaldra aðila með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum: G.Á. Verktaka sf. kr. 3.083.400 í 7 fasteignir. Fjarðarmálunar ehf. kr. 4.989.395 í 19 fasteignir. Jóhanns Steimann kr. 132.400 í 1 fasteign. Málarameistara ehf. kr. 652.830 í 3 fasteignir.

3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 25. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á kaupum og lagningu gervigrass á sparkvöll við Austurbæjarskóla. Samþykkt að bjóða eftirtöldum þátttöku: Polyton / Ásvald Simonsen, Syntec / Á. Óskarsson, Edel International og Þór ehf..

4. Lagt fram svar Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 24. þ.m., varðandi fyrirspurn Málar ehf.dags. 14.þ.m., vegna útboðs nr. 760H.

5. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í pípulögn í Grafarvogslaug, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Húsalagna ehf., að upphæð kr. 2.587.600.

6. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í pípulögn í Breiðholtslaug, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Keflavíkurverktaka ehf., að upphæð kr. 4.079.660.

Guðmundur Pálmi Kristinsson og Einar H. Jónsson mættu á fundinn vegna mála 1-6.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi tilboð í þvottaþjónustu, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Hreint og klárt ehf., að upphæð kr. 2.082.700 per ár. Samningstími 2 ár með framlengingarheimild um 1 ár.

8. Lagt fram bréf Kaldasels ehf., dags. 21. þ.m., varðandi verðbreytingar í samningi við SVR um hjólbarðakaup. Fram kom að borgarlögmaður er að skoða málið.

9. Útboðsauglýsingar: FAS – Málun á ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar. GAT – Fóðrun holræsa 2002, 2003 og 2004. SHS – Bindivír EES.

Fundi slitið kl. 9:40

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóhanna Eyjólfsdóttir