Innkauparáð - Fundur nr. 1597

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 21. janúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1597 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Hrólfur Ölvisson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 18. þ.m., varðandi samning til 2ja ára við Golfklúbb Reykjavíkur um slátt á íþróttasvæðum. Verð kr. 1.10 á m2. Einnig varðandi heimild til samninga við aðra aðila um slátt á púttvöllum, æfingasvæðum og yfirsáningu á knattspyrnuvöllum og æfingasvæðum. Samþykkt . Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Gatnamálastofu Reykjavíkurborgar, dags. 15. þ.m., varðandi heimild til að kaupa 5700 GPS Rover staðsetningartæki frá Ísmar hf. Verð kr. 2.226.316 án vsk. Samþykkt Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

3. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkurborgar, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í málun á skrifstofu Listasafns Reykjarvíkur, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Jóhanns V. Steimanns að upphæð kr. 1.762.104 Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.

4. Lagt fram bréf Fasteignafélags Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ehf., dags. 18. þ.m., varðandi heimild til samnings við Feðga ehf, um lóðarfrágang við Skútuhraun 6. Samþykkt Hrólfur Jónsson og Óskar Þorsteinsson mættu á fundinn vegna málsins..

5. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 16. þ.m., varðandi kaup á 4x4 dísel bíl fyrir Orkuveitu Reykjavíkur frá B&L hf. Verð kr. 2.500.000. Samþykkt

6. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 16. þ.m., varðandi kaup á bílgrind í vinnuflokkabíl frá Ístraktor ehf. Verð kr. 3.444.000. Samþykkt.

Hersir Oddsson og Stefán Eyjólfsson mættu á fundinn vegna mála 5 – 6.

7. Lagt fram bréf Garðyrkjudeildar, dags. 14. þ.m., varðandi kaup á rafmagnsbíl frá Vetrarsól. Verð kr. 1.490.000 Samþykkt. Einar Erlendsson mætti á fundinn vegna málsins.

8. Útboðsauglýsingar: FAS – Endurmálun á fasteignum ÍTR og bókasafna. FAS – Endurmálun á fasteignum bílastæðasjóðs og hverfisbækistöðva Gatnamálastofu.

Fundi slitið kl. 10:00

Alfreð Þorsteinsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Hrólfur Ölvisson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóhanna Eyjólfsdóttir