Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2002, mánudaginn 14. janúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1596 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 9. þ.m., varðandi val á verktökum í lokað útboð á endurnýjun Skólavörðustígs 1. áfanga, skv. forvali. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Verktökum Magna ehf, Ístaki hf og Háfelli ehf.
Sigurður Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 1 og 6.
2. Lagt fram bréf Fasteignastofu Reykjavíkur, dags. 11. þ.m., varðandi tilboð í hurðir í Tjarnargötu 12, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Beykis ehf, að upphæð kr. 1.235.000. Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.
3. Lagt fram bréf upplýsingafulltrúa Reykjavíkurborgar, dags. 11. þ.m., varðandi heimild til könnunarviðræðna á samstarfsaðila til endurbóta og uppbyggingar á vef Reykjavíkurborgar. Samþykkt. Hreinn Hreinsson mætti á fundinn vegna málsins.
4. Lagt fram bréf Árbæjarsafns, ódags., varðandi kaup á stólum í Viðeyjarstofu frá Epal hf. Verð kr. 4.980.000. Samþykkt.
5. Lögð fram bréf Árbæjarsafns, dags. 21. nóvember 2001 og 11. þ.m., varðandi samning við Viðeyjarferjuna ehf (frestað á fundi 26.11.2001). Samþykkt að endurnýja samninginn um eitt ár.
6. Lögð fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 14. og 30. nóvember 2001, varðandi kaup á leiktækjum, skv. útboði (EES). Einnig lögð fram greinargerð Logos lögmannsþjónustu, dags. 11. þ.m. og umsögn embættis borgarlögmanns varðandi málið. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Barnasmiðjunnar ehf., að upphæð kr. 33.418.107 verði tekið.
7. Formaður óskaði eftir upplýsingum um stöðu á fyrirhuguðu útboði á síma- og gagnaflutningaþjónustu.
8. Útboðsauglýsingar: BGD – Málun á grunnskóum. BGD – Málun á leikskólum. ISR – Þvottaþjónusta. ISR – Pappír.
Fundi slitið kl. 9:50
Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson
Jóhanna Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Haukur Leósson