Innkauparáð - Fundur nr. 1595

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2002, mánudaginn 7. janúar kl. 9:00 f.h., var haldinn 1595 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 20. f.m., varðandi tilboð í lagningu bakræsis við Krókháls, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Jarðvéla sf, að upphæð kr. 5.720.050.

Sigurður Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 1 og 7.

2. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar í Reykjavík, dags. 2. þ.m., varðandi tilboð í læknisþjónustu á hjúkrunar og dvalarheimilum, skv. útboði. Samþykkt að hafna öllum tilboðum. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Stella Víðisdóttir mættu á fundinn vegna málsins.

3. Lagt fram bréf Borgarskipulags Reykjavíkur, dags. 4. þ.m., varðandi heimild til samnings við Alta ehf um umsjón opins samráðsþings um vistvæna byggð. Samþykkt. Ingibjörg R Guðlaugsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

4. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 20. f.m., varðandi kaup á ljósritunarvél fyrir Borgarskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Nýherja hf, að upphæð kr. 1.345.000.

5. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 27. f.m., varðandi kaup á húsgögnum og innréttingum í Hagaskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Skólavörubúðarinnar, að upphæð kr. 3.129.432.

6. Lagt fram bréf skrifstofustjóra Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, dags. 3. þ.m., varðandi öflun tilboða í hreinlætispappír og plastpoka. Samþykkt verðkönnun.

7. Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags 4. þ.m., varðandi útboð nr. 0124/GAT vegna kaupa á leiktækjum. Samþykkt að senda Barnagaman ehf umsögnina.

8. Lagt fram bréf Blika til borgarráðs, dags, 17. f.m., varðandi útboð á bónhreinsun og bónun gólfa í grunnskólum.

9. Útboðsauglýsingar: BGD – Til leigu; Geymsluhúsnæði. BÍL – Forval; Bílakjallari undir Tjörninni, EES

Fundi slitið kl. 9:45

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Eyjólfsdóttir
Hrólfur Ölvisson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir