Innkauparáð - Fundur nr. 1594

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 17. desember kl. 9:00 f.h., var haldinn 1594 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson

Þetta gerðist:

1. Lögð fram bréf Borgarverkfræðingsins í Reykjavík, dags. 14. og 10. þ.m., varðandi heimild til forvals verktaka vegna alútboðs á Evrópska efnahagssvæðinu, á bílakjallara undir botni Tjarnarinnar. (Frestað á fundi stjórnar 10.þ.m.) Samþykkt með fyrirvara um samþykki borgarráðs.

V.Þ.V. og J.G.S. óskuðu bókað: Borgaryfirvöld hafa ekki tekið ákvörðun um að byggja bílastæðahús undir Tjörninni í Reykjavík. Hvorki liggur fyrir deiliskipulag sem sýnir nákvæma staðsetningu hússins né mat á umhverfisáhrifum vegna hugsanlegrar byggingu bílastæðahúss á þessum viðkvæma stað. Þátttaka verktaka er því algjörlega á þeirra ábyrgð og án nokkurra skuldbindinga fyrir Reykjavíkurborg. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins geta á hinn bóginn samþykkt að auglýst verði eftir verktökum til að taka þátt í lokuðu útboði vegna þessa verks með fyrirvara um að skipulagsforsendur, umhverfismat og fjármögnun sýni fram á að þetta verkefni sé framkvæmanlegt og verði ekki til þessa að auka stórfellda skuldasöfnun borgarinnar.

Stefán Hermannsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 14. þ.m., varðandi kaup á lyftum í höfuðstöðvar, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Héðinn Schindler lyfta ehf, kr. 25.996.000 verði tekið.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 14. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í borholuefni. Samþykkt verðkönnun.

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 14. þ.m., varðandi kaup á pípuefni í safnæð, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboðum eftirtalinna aðila: Stahlror í lið 1 kr. 8.465.775 Fob. Mannesmann í liði 2,3,4 og 7 kr. 6.363.032 Fob. Van Leeuwen í liði 5,6 og 8 kr. 1.738.514 Fob.

Þorvaldur St. Jónsson mætti á fundinn vegna máls 2 og Hólmgrímur Þorsteinsson vegna mála 3-4 og 17.

5. Lögð fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 14. þ.m. og 30. f.m., varðandi kaup á leiktækjum, skv. útboði (EES). Einnig lögð fram greinargerð LOGOS lögmannsþjónustu, dags. 11. þ.m., vegna sama máls. (Frestað á fundi stjórnar 3.þ.m.) Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

6. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í gerð miðlunartjarna í Fossvogsdal, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Fleygtaks ehf, kr. 29.200.000, verði tekið.

Sigurður Skarphéðinsson og Einar Bjarnason mættu á fundinn vegna mála 5-6.

7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 13. þ.m., varðandi tilboð í innréttingu í mötuneyti Fossvogsskóla, skv. útboði. Einnig lagt fram bréf M.P.verktaks og Auðáss ehf, dags. 7. þ.m., vegna sama máls. Samþykkt að taka tilboði Sigurðar Guðmundssonar, að upphæð kr 18.416.453.

8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 14. þ.m., varðandi kaup á neyðarljósum fyrir Leikskóla Reykjavíkur, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Raflýsingar ehf, að upphæð kr 1.245.500. 9. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í loftræstingu í Tjarnargötu 12, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Blikkarans ehf, að upphæð kr 1.699.917 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

10. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í smíði stiga í leikskólann Funaborg, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Smiðjustáls ehf, að upphæð kr. 1.296.000.

11. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 12. þ.m., varðandi tilboð í jarðvinnu við leikskólann Dvergastein, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Fleygtaks ehf, að upphæð kr. 1.486.100.

12. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 14. þ.m., varðandi kaup og uppsetningu á glerskála fyrir Tjarnargötu 12, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Glertækni ehf, að upphæð kr. 5.870.000 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Guðmundur Pálmi Kristinsson og Einar H. Jónsson mættu á fundinn vegna mála 7 – 12.

13. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 13. þ.m., varðandi kaup á eldsneyti, skv. útboði (EES). Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboðum Olíuverslunar Íslands hf, kr. 33.790.000 fyrir Vélamiðstöð Reykjavíkur og kr. 87.116.000 fyrir Strætó bs, verði tekið. Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna málsins.

14. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í bónhreinsun og bónun gólfa í grunnskólum, skv. útboði (EES). Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Ræstingaþjónustunnar sf, kr. 49.787.550 verði tekið.

15. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 13. þ.m., varðandi kaup á sérhönnuðum borðum í mötuneyti Breiðholtsskóla, frá Jóhanni Ólafssyni & Co. Verð kr. 1.770.378. Samþykkt.

Júlíus Sigurbjörnsson mætti á fundinn vegna mála 14-15.

16. Lagt fram til kynningar bréf Fjármálaráðuneytisins dags. 7. þ.m., um lokun máls varðandi kaup á gangstéttarhellum, hjá Eftirlitsstofnun EFTA.

17. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 13. þ.m., varðandi kaup á rennilokum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði MSA, umboð Adolf Bjarnason, að upphæð kr. 5.325.775.

18. Útboðsauglýsingar GAT – Forval; Skólavörðustígur – Bankastræti, endurnýjun 1. áf.

Fundi slitið kl. 10:10

Alfreð Þorsteinsson
Hrólfur Ölvisson
Jóhanna Eyjólfsdóttir
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson