Innkauparáð - Fundur nr. 1593

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 10. desember kl. 9:00 f.h., var haldinn 1593 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. þ.m., varðandi tilboð í ytri frágang og efni fyrir höfuðstöðvar, skv. lokuðu útboði. (EES) Samþykkt að leggja til við borgarráð að taka tilboði Olís hf, kr. 20.487.259, í þök og þakkanta og tilboði Byko hf, kr. 219.422.258, í veggja og gluggakerfi á vesturhúsi.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. þ.m., varðandi kaup á rafbúnaði fyrir Aðveitustöð 6 frá Orkuvirki ehf, verð 30 mkr. Samþykkt að leggja til við borgarráð að kaupin verði gerð.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. þ.m., varðandi kaup á liðaprófunartæki frá Omicron verð kr. 2.844.100 CIP. Samþykkt.

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í veitukerfi í Grafarholti, 10. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Jarðvéla s.f., kr 10.795.850, verði tekið.

5. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. þ.m., varðandi tilboð í veitukerfi í Grafarholti, 11. áfanga skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Loftorku Reykjavík ehf, kr 9.827.400, verði tekið.

6. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. þ.m., varðandi Ráðgjafaþjónustu vegna Hellisheiðavirkjunar. Samþykkt að leggja til við borgarráð að erindið, sem er breyting frá fyrri ákvörðun stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur frá 5. nóvember s.l., verði samþykkt.

Þorvaldur St. Jónsson mætti á fundinn vegna máls 1 Hólmgrímur Þorsteinsson og Rúnar S. Svavarsson vegna mála 2 og 3 og Ingólfur Hrólfsson vegna máls 6. Helgi Pétursson vék af fundi við afgreiðslu mála 1-6. 7. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í gatnagerð í Grafarholti 10. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Jarðvéla s.f., kr. 33.170.890, verði tekið.

8. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í gatnagerð í Grafarholti 11. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Loftorku Reykjavík ehf, kr. 37.070.100, verði tekið.

Sigurður Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 4 - 5 og 7 - 8.

9. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. 7. þ.m., varðandi heimild til forvals vegna alútboðs á EES á bílakjallara undir botni Tjarnarinnar. Frestað. Ólafur Bjarnason mætti á fundinn vegna málsins.

10. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 7. þ.m., varðandi kaup á húsgögnum í leikskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Á. Guðmundssonar ehf, að upphæð kr 11.045.340

11. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 7. þ.m., varðandi tilboð í viðhald pípulagna í leikskólum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Húsalagna ehf, að upphæð kr 3.816.430. 12. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 7. þ.m., varðandi tilboð í viðhald pípulagna í leikskólum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Húsalagna ehf, að upphæð kr 3.766.390.

13. Lagt fram bréf MP verktaks og Auðáss ehf, dags. 7. þ.m., varðandi útboð á eldhúsi Fossvogsskóla. Frestað. Vísað til skoðunar forstjóra.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 10 – 13.

14. Lagt fram bréf Þróunar- og fjölskyludsviðs, dags. 6. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í prentun Árbókar Reykjavíkur 2001. Samþykkt verðkönnun. Ása Kolka Haraldsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

15. Lagt fram bréf Bláfjallanefndar, dags. 7. þ.m., varðandi tilboð í snjómokstur í Bláfjöllum, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Afreks ehf, verð kr. 4.299 pr. klst. með fyrirvara um skoðun Orkuveitu Reykjavíkur á ýtu og skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna málsins.

16. Lagt fram bréf Hólabrekkuskóla, dags. 7. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í húsgögn í kennarastofu. Samþykkt verðkönnun.

17. Lagt fram til kynningar bréf Sorpu bs, dags. 30. f.m., varðandi tilboð í mötun úrgangstimburs, skv. útboði nr. ISR/0128/SHS

18. Útboðsauglýsingar GAT – Krókháls. bakræsi. OVR – Hellisheiði, rannsóknarborun 2002 EES.

Fundi slitið kl. 9:45

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson
Jóhanna Eyjólfsdóttir
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson