Innkauparáð - Fundur nr. 1592

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 3. desember kl. 9:00 f.h., var haldinn 1592 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 30. þ.m., varðandi kaup á suðuvél, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði O.S.N. lagna að upphæð kr. 1.774.000.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 30. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í holutoppsloka. Samþykkt verðkönnun.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 30. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í fóðurrör. Samþykkt verðkönnun.

Hólmgrímur Þorsteinsson og Rúnar S. Svavarsson mættu á fundinn vegna mála 1-3.

Helgi Pétursson vék af fundi við afgreiðslu mála 1-3.

4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 30. þ.m., varðandi kaup á leiktækjum fyrir árin 2002 til 2004, skv. útboði (EES). Frestað. Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

5. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 29. þ.m., varðandi tilboð í innréttingu á mötuneyti Fossvogsskóla 2. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði M.P. verks og Auðáss ehf, að upphæð kr. 16.153.085 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

6. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 29. þ.m., varðandi tilboð í viðbyggingu leikskólans Furuborgar, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Sérverks ehf, að upphæð kr. 30.998.277 verði tekið

7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 29. þ.m., varðandi tilboð í raflagnir í Breiðholtslaug, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Magnúsar Lárussonar, að upphæð kr. 3.573.297 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 29. þ.m., varðandi tilboð í málun á bakhúsi Tjarnargötu 12, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Jóns G. Þórarinssonar, að upphæð kr. 956.440.

9. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi kaup á lömpum fyrir Síðumúla 39, frá Reykjafelli hf. Verð kr. 689.158. Samþykkt.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 5-9

10. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 27. þ.m., varðandi heimild til framlengingu samnings við Golfklúbb Reykjavíkur um slátt á íþróttasvæðum. Samþykkt. Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna málsins.

11. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 29. þ.m., varðandi kaup á snjóblásurum, skv. verðkönnun Samþykkt að taka tilboði A.Wendel ehf, að upphæð kr. 3.873.734.

12. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 29. þ.m., varðandi kaup á körfubíl. Samþykkt að taka tilboði Anton Ruthmann GmbH & Co, að upphæð 6,5 mkr. í lyftubúnað og tilboði Ræsis hf, að upphæð 4,1 mkr í sendibíl.

Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna mála 11-12.

13. Lagt fram bréf Vegamála ehf, dags. 18. þ.m., varðandi málarekstur við Gatnamálastjórann í Reykjavík vegna samnings um gatnamerkingar. Einnig lögð fram umsögn forstjóra Innkaupastofnunar, dags. 30. þ.m., varðandi sama mál. Umsögn forstjóra Innkaupastofnunar samþykkt.

14. Lagt fram bréf Sveinbjarnar Sigurðssonar hf, dags. 3. þ.m., varðandi ósk um þátttöku í forvali á verktökum í lokað útboð á viðbyggingu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, við Skógarhlíð 14. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 9:55

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson
Jóhanna Eyjólfsdóttir
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Haukur Leósson