Innkauparáð - Fundur nr. 1591

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 26. nóvember kl. 9:00 f.h., var haldinn 1591 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Jóna Gróa Sigurðardóttir, Hrólfur Ölvisson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir og Kristján Guðmundsson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi heimild til að ganga til samninga við Jarðboranir hf, um forborun tveggja hola á Hellisheiði. Samningsupphæð kr. 35.254.217 Samþykkt að leggja til við borgarráð að samningurinn verði gerður.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 23. þ.m., varðandi val á verktökum í lokað útboð á innréttingum og lagnakerfi í höfuðstöðvum Orkuveitu Reykjavíkur, skv. forvali. Samþykkt þátttaka eftirtalinna aðila: Keflavíkurverktaka, Eyktar ehf, Íslenskra aðalverktaka hf, Þ.G. verktaka ehf og Ístaks hf.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi kaup á götuljósaperum frá Philips, umboð Heimilistæki hf. Kaupverð kr. 1.385.000 FOB. Samþykkt. Jafnframt beinir stjórnin því til Orkuveitu Reykjavíkur að hefja undirbúning að útboði, varðandi næstu innkaup á ljósaperum m.a. með því að kannað verði hvort til séu gæðastaðlar og með því að kynna sér innkaup í nágrannalöndum.

Ingólfur Hrólfsson mætti á fundinn vegna máls nr. 1, Hólmsteinn Sigurðsson vegna máls nr. 2 og Jón Arnar Sigurjónsson vegna máls nr. 3.

4. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dags. 23. þ.m., varðandi val á verktökum í lokað útboð á viðbyggingu við Skógarhlíð 14, skv. forvali. Samþykkt lokað útboð með þátttöku eftirtalinna aðila: Eyktar ehf, Framkvæmdar ehf, H&S byggingaverktaka ehf, Íslenskra aðalverktaka hf, Ístaks hf og Keflavíkurverktaka hf. Hrólfur Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.

5. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 16. þ.m., varðandi yfirtöku Þórhalla Einarssonar á hluta verksamnings við Þ.G. vinnuvélar ehf, um lúkningu á frágangi lóðar við leiksskóla ásamt sameiginlegri lóð við fjölbýlishús að Háteigsvegi 33. Samþykkt með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

6. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í hreinsitæki og lagnir í Vesturbæjarlaug, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Vélsmiðju Heiðars ehf, að upphæð kr. 4.362.629 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í málun innanhúss í leikskóla við Háteigsveg 33, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Farfa ehf, að upphæð kr. 1.485.440 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í innihurðir og innréttingar í leikskóla við Háteigsveg 33, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Sérverks ehf, að upphæð kr. 12.654.650

9. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 23. þ.m., varðandi tilboð í raflagnir í Grafarvogslaug, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Ljósvers ehf, að upphæð kr. 1.860.200 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Guðmundur Pálmi Kristinsson mætti á fundinn vegna mála 4 – 9 og Hreinn Ólafsson vegna mála 5- 9.

10. Lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 21. þ.m., varðandi heimild til endurnýjunar samnings við Viðeyjarferjuna ehf, um fólks- og sorpflutinga til og frá Viðey í eitt ár. Frestað.

11. Útboðsauglýsingar: FÉL – Læknisþjónusta. BGD – Viðhald hita- og hreinlætiskerfa í 47 leikskóla. BGD – Húsgögn í 5 leikskóla. OVR – Lyftur fyrir höfuðstöðvar. BGD – Mötuneytiseldhús í Fossvogsskóla. GAT – Fossvogsmýri- tjarnir og umhverfi. BLÁ – Snjómokstur í Bláfjöllum. GAT – Grafarholt 10. áfangi, gatnagerð og lagnir. GAT – Grafarholt 11. áfangi, gatnagerð og lagnir.

Fundi slitið kl. 9:50

Jóna Gróa Sigurðardóttir
Jóhanna Eyjólfsdóttir
Hrólfur Ölvisson
Sigrún Magnúsdóttir
Kristján Guðmundsson