Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2001, mánudaginn 12. nóvember kl. 9:00 f.h., var haldinn 1590 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi fyrirkomulag um sölu Perlunar. Samþykkt með 3 atkvæðum, H.L. og J.G.S sátu hjá, en vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokksins varðandi málið á fundi stjórnar Orkuveitunar 6. þ.m. Fulltrúar Reykjavíkurlistans vísuðu jafnframt til bókunar fulltrúa listans á sama fundi. Samþykkt að forstjóri Orkuveitunar og Innkaupastofnunar hafi samvinnu um málið og að rætt verði við eftirtaldar fasteignasölur: Ísl. auðlind ehf, Stóreign ehf, Fasteignaþjónustuna, Eignamiðlun og Eignanaust. Guðmundur Þóroddsson mætti á fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi heimildað ganga til samninga við Þ.G. verktaka ehf, um múrverk í höfuðstöðva við Réttarháls. Samningsupphæð kr. 24.533.013. Samþykkt að leggja til við borgarráð að samningurinn verði gerður. Þorvaldur St. Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.
Haukur Leósson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í dælur fyrir Grímsnesveitu. Samþykkt verðkönnun. Björgvin Helgason mætti á fundinn vegna málsins.
4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 9. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í svart pípuefni. Samþykkt verðkönnun. Jón Arnar Sigurjónsson mætti á fundinn vegna málsins.
5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 9. þ.m., varðandi heimild til að auglýsa forval á verktökum vegna endurnýjunar Skólavörðustígs. Samþykkt.
6. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 9. þ.m., varðandi heimild til 2ja ára framlengingar samnings við Vegmerkingu ehf, um merkingu gatna. Samningsupphæð u.þ.b. 49,4 mkr. Samþykkt að leggja til við borgarráð að samningurinn verði gerður.
Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 5-6 og 16.
7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í uppsteypu viðbyggingar Hlíðaskóla, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði B.S. Skrauthamra ehf, að upphæð kr. 59.999.900 verði tekið.
8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 9. þ.m., varðandi heimild til að ganga til samninga við S.G. Hús hf, um viðbyggingu við færanlegan leikskóla við Seljaveg. Samþykkt.
9. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 9. þ.m., varðandi kaup á fartölvum fyrir Tjarnargötu 12, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði EJS hf, að upphæð kr. 1.782.195
10. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 8. þ.m., varðandi tilboð í breytingu á gluggum í Tjarnargötu 12, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði G.K. trésmíði, að upphæð kr. 970.605.
Guðmundur Pálmi Kristinsson og Einar H. Jónsson mættu á fundinn vegna mála 7-10 og 15.
11. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi heimild til kaupa á tveimur aldrifsbílum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Bifreiða og Landbúnaðavéla hf að upphæð kr. 4.540.000.
12. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 11. þ.m., varðandi heimild til kaupa á notuðum bíl frá Geðhjálp. Samþykkt.
Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna mála 11-12.
13. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 26. f.m., varðandi innkaup grunnskóla. 14. Lögð fram tillaga formanns stjórnar Innkaupastofnunar, dags. 9. þ.m., varðandi úttekt á viðskiptum einstakra stofnana og fyrirtækja við Innkaupastofnun. Samþykkt.
15. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 8. þ.m., varðandi kaup á leiktækjum í Melaskóla frá Barnasmiðjunni ehf. Verð kr. 1.765.092 (m.v. gengi í maí). Samþykkt.
16. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 8. þ.m., varðandi smíði á gosbrunni og setbekkjum á Ingólfstorg, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Vélsmiðjunnar Orra hf, að upphæð kr. 4.959.000.
17. Útboðsauglýsingar: BGD – Funaborg, viðbygging.
Fundi slitið kl. 10:30
Alfreð Þorsteinsson
Hrólfur Ölvisson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Haukur Leósson
Jóna Gróa Sigurðardóttir