Innkauparáð - Fundur nr. 159

Innkauparáð

INNKAUPARÁÐ

Ár 2008, þriðjudaginn 1. apríl var haldinn 159. fundur innkauparáðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:00. Viðstaddir voru Gunnar Hólm Hjálmarsson, Benedikt Geirsson og Stefán Jóhann Stefánsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Jónsson innkaupastjóri á Innkaupaskrifstofu, Helgi Bogason deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu, Eyþóra Geirsdóttir lögfræðingur á skrifstofu Borgarlögmanns og Guðbjörg Eggertsdóttir deildarstjóri á Innkaupaskrifstofu sem jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðyrkjuþjónustunnar ehf. í útboði nr. 12092 Hólabrekkuskóli, endurgerð lóðar. R08020106.

Samþykkt.

Ámundi Brynjólfsson Framkvæmda- og eignasviði sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðlistar ehf. í EES útboði nr. 12081, Grassláttur við stofnbrautir og snjóhreinsun gönguleiða 2008-2010 – Útboð I. R08020041.

Samþykkt.

3. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Garðaumhirðu ehf. í EES útboði nr. 12082, Grassláttur við stofnbrautir og snjóhreinsun gönguleiða 2008-2010 – Útboð II. R08020043.

Samþykkt.

4. Lagt fram erindi Framkvæmda-og eignasviðs Reykjavíkurborgar dags. 14. mars sl., þar sem lagt er til að gengið verði að tilboði lægstbjóðanda Íslenska gámafélagsins ehf. í EES útboði nr. 12083, Grassláttur í Reykjavík 2008-2010 – Útboð III. R08020044.

Samþykkt.

Agnar Guðlaugsson og Guðrún Hilmisdóttir Framkvæmda- og eignasviði sátu fundinn við meðferð mála 2-4.

5. Lagt fram yfirlit Innkaupaskrifstofu dags. 7. mars sl. yfir viðskipti við skrifstofuna í febrúar 2008. R08010193.

6. Innkauparáð óskar eftir við Framkvæmda- og eignasvið Reykjavíkurborgar að hlutfallstölur niðurstaðna útboða og kostnaðaráætlana verði teknar saman fyrir tímabilið 2004-2007 og að greidd verk umfram samþykkt tilboða verði skoðuð yfir verk sem lokið var á árinu 2006-2007 og voru samþykkt sem tilboð umfram 100 mkr.

Fundi slitið kl. 11:50

Gunnar Hólm Hjálmarsson

Benedikt Geirsson Stefán Jóhann Stefánsson