Innkauparáð - Fundur nr. 1589

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 5. nóvember kl. 9:00 f.h., var haldinn 1589 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 2. þ.m., varðandi tilboð í ráðgjafaþjónustu vegna Hellisheiðavirkjunar, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að gengið verði til samninga við Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf, Fjarhitun hf, Rafteikningu hf, Rafhönnun hf, Teiknistofuna ehf og Landslag ehf á grundvelli tilboðs þeirra að upphæð kr. 1.354.000.000.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 2. þ.m., varðandi kaup á efni fyrir niðurrennslistilraunir í borholum á Nesjavöllum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Eirbergs ehf, að upphæð kr. 1.885.303.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 2. þ.m., varðandi heimild til að leita eftir samningum við Jarðboranir hf, um forborun tveggja borhola á Hellisheiði. Samþykkt.

Ingólfur Hrólfsson mætti á fundinn vegna mála 1-3. Helgi Pétursson vék af fundi við afgreiðslu mála 1-3.

4. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 2. þ.m., varðandi tilboð í flísalagnir í Breiðholtslaug, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Magnúsar og Steingríms ehf, að upphæð kr. 2.519.700.

5. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 2. þ.m., varðandi tilboð í flísalagnir í Grafarvogslaug, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Magnúsar og Steingríms ehf, að upphæð kr. 3.646.700.

Guðmundur Pálmi Kristinsson mætti á fundinn vegna mála 4-5.

6. Lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 2. þ.m., varðandi kaup á tölvubúnaði og lögnum, skv. verðkönnun. Samþykkt að ganga til samninga við Nýherja hf á grundvelli tilboðs þeirra að upphæð kr. 10.290.408, með möguleika á fiberlausn. Guðný Gerður Gunnarsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

7. Lagt fram bréf Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, dags. 1. þ.m., varðandi kaup á veitingatjaldi frá Skemmtilegu ehf, verð kr. 3.984.000. Samþykkt. Tómas Ó Guðjónsson mætti á fundinn vegna málsins.

8. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar, dags. 2. þ.m., varðandi kaup á rafdrifnum skjalaskáp frá Rými ehf, verð kr. 1.729.521 með uppsetningu. Samþykkt. Gunnar Þorláksson mætti á fundinn vegna málsins.

9. Lagt fram bréf Strætó bs, dags. 30. f.m., varðandi svar við fyrirspurn ISR, dags. 10. f.m., um innkaupamál byggðarsamlagsins.

Fundi slitið kl. 9:55

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Helgi Pétursson
Haukur Leósson
Jóna Gróa Sigurðardóttir