Innkauparáð - Fundur nr. 1588

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 29. október kl. 9:00 f.h., var haldinn 1588 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Helgi Pétursson, Hrólfur Ölvisson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 25. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á borun tilraunahola í Laugarnesi. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Jarðborunum hf, Alvarri ehf og Rsb. Flóa og Skeiða ehf. Þorvaldur St. Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 26. þ.m., varðandi tilboð í lagnir í Grafarholti 7. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Háfells ehf, að upphæð kr. 5.014.800 verði tekið.

Helgi Pétursson vék af fundi við afgreiðslu mála 1-2

3. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í gatnagerð í Grafarholti 7. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Háfells ehf, að upphæð kr. 24.724.710 verði tekið. 4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 26. þ.m., varðandi tilboð í malbiksviðgerðir 2002-2004, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Malbikunarstöðvarinnar Hlaðbæjar Colas ehf, að upphæð kr. 169.753.557 verði tekið.

5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 26. þ.m., varðandi tilboð í gangstéttaviðgerðir 2002-2004, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Hellna og grass ehf, að upphæð kr. 117.745.834 verði tekið.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 2-5.

6. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í utanhússfrágang á Klébergsskóla, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Álfags ehf,, að upphæð kr. 49.628.050 verði tekið.

7. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í byggingu 4. áfanga Ártúnsskóla, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Spangar ehf, að upphæð kr. 96.500.000 verði tekið.

8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 25. þ.m., varðandi tilboð í brunaviðvörunarkerfi í leikskóla, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Keflavíkurverktaka hf,, að upphæð kr. 4.349.885 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 6-8.

9. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 25. þ.m., varðandi heimild til framlengingar samnings við Teit Jónasson um skólaakstur á Kjalarnesi. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 25. þ.m., varðandi kaup á matreiðsluofni í Hamraskóla. Samþykkt.

Júlíus Sigurbjörnsson mætti á fundinn vegna mála 9-10.

11. Lögð fram fjárhagsáætlun Innkaupastofnunar fyrir árið 2002. Samþykkt með 3 atkvæðum. V.Þ.V. og H.L. sátu hjá.

12. Útboðsauglýsingar: BGD – Hlíðaskóla, uppsteypa viðbyggingar. SLH – Forval; Viðbygging við Skógarhlíð 14.

Fundi slitið kl. 9:35

Helgi Pétursson
Hrólfur Ölvisson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Haukur Leósson