Innkauparáð
www.reykjavik.is/innkaupastofnun
2
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2001, mánudaginn 22. október kl. 9:00 f.h., var haldinn 1587 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Helgi Pétursson, Hrólfur Ölvisson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15. þ.m., varðandi tilboð í dælustöð Grafarholti - loftræstingu, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Blikksmiðju Austurbæjar ehf, að upphæð kr. 7.474.731. Indriði Indriðason mætti á fundinn vegna málsins.
2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 19. þ.m., varðandi heimild til að ganga til samninga við Mjölni ehf, vegna gerð borplana og vegslóða á Hellisheiði. Áætlaður kostnaður 6-7 mkr. Samþykkt. Ingólfur Hrólfsson mætti á fundinn vegna málsins.
Helgi Pétursson vék af fundi við afgreiðslu mála 1-2
3. Lagt fram bréf byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 19. þ.m., varðandi tilboð í hreinsitæki í Vesturbæjarlaug, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði S. Hermanns ( liður 1.1. ) að upphæð kr. 3.379.270. og jafnframt samþykkt að hafna öllum tilboðum í lið 1.2 og farið verði í verðkönnun er opnuð verði hjá Innkaupastofnun. 4. Lagt fram bréf byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 19. þ.m., varðandi tilboð í “Viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar I”, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Magnúsar Ágústssonar og Vogs loftræstiþjónustu ehf, í Vesturgötu 7, að upphæð kr. 751.873. 5. Lagt fram bréf byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 19. þ.m., varðandi tilboð í “Viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteignum Reykjavíkurborgar II”, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Blikkáss ehf, að upphæð kr. 1.705.736. Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 3-5
6. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 18. þ.m., varðandi tilboð í klór og sápu fyrir Íþrótta- og tómstundaráð og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Mjallar hf ( liður 2.1 ), að upphæð kr. 9.795.600. Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna málsins. 7. Lagt fram bréf Sorpu bs, dags. 19. þ.m., varðandi innkaup á vöru og þjónustu. V.Þ.V óskar eftir skýrari svörum við lið 1, í bréfi Sorpu bs. 8. Útboðsauglýsingar: OVR – Innri frágangur og kerfi í nýjar höfuðstöðvar. EES VMS – Til sölu: Bifreiðar og tæki. SHS – Mokstur úrgangstimburs
Fundi slitið kl. 9:25
Helgi Pétursson
Hrólfur Ölvisson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Haukur Leósson