Innkauparáð - Fundur nr. 1586

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 15. október kl. 9:00 f.h., var haldinn 1586 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 8. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í hemla og loka fyrir inntaksbúnað. Samþykkt verðkönnun.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 12. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á innri frágangi og kerfum höfuðstöðva (EES). Samþykkt.

Björgvin Helgason og Þorvaldur St. Jónsson mættu á fundinn vegna mála 1-2.

3. Lagt fram bréf Baldvins Einarssonar, dags. 10. þ.m., varðandi samning Húsnæðisnefndar Reykjavíkur við Axel V. Hilmarsson um gerð eignaskipalýsingar, skv. útboði. Samningsverð kr. 1.290.000. Samþykkt. Baldvin Einarsson mætti á fundinn vegna málsins

4. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi kaup á notuðum pallbíl af Ásgeiri E. Steinarssyn. Verð kr. 3.361.500. Samþykkt.

5. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi kaup á fjórum vistvænum bílum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Brimborgar hf, að upphæð kr. 5.220.000. 6. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í snjóblásara. Samþykkt verðkönnun. 7. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi heimild til kaupa á snjótönn. Samþykkt.

8. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í körfubíl. Samþykkt.

Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna mála 4-8 og Rúnar Sveinbjarnarson vegna máls 8.

9. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs, dags. 12. þ.m., varðandi heimild til forvals á verktökum í lokað útboð á byggingaframkvæmdum að Skógarhlíð 14. Samþykkt. Hrólfur Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.

10. Lagt fram bréf Byggingafélagsins Baulu ehf, dags. 11. og 3. þ.m., varðandi verktryggingu vegna byggingu 4. áfanga Foldaskóla. (Málinu frestað á síðasta fundi). Samþykkt.

11. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 12. þ.m., varðandi tilboð í viðhald loftræstikerfa í ýmsar fasteignir, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboðum frá eftirtöldum aðilum: Magnúsi Ágústssyni, kr. 5.212.030 - í 10 fasteignir. Íslofti, kr. 738.902 - í 1 fasteign.

Guðmundur Pálmi Kristinsson og Ámundi Brynjólfsson mættu á fundinn vegna mála 10-11. 12. Útboðsauglýsingar: VMS – Kaup á eldsneyti EES.

Fundi slitið kl. 10:15

Alfreð Þorsteinsson
Helgi Pétursson Jóhanna
Sigríður Eyjólfsdóttir
Haukur Leósson
Jóna Gróa Sigurðardóttir