Innkauparáð - Fundur nr. 1585

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 8. október kl. 9:00 f.h., var haldinn 1585 fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Hrólfur Ölvisson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 5. þ.m., varðandi samning við Sveinbjörn Sigurðsson ehf, um byggingu leikskóla í Grafarholti. Samningsupphæð kr. 88.803.107. Samþykkt að leggja til við borgarráð að samningurinn verði gerður.

2. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 5. þ.m., varðandi tilboð í málun á skrifstofu barnaverndarnefndar, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Jóns Garðars Þórarinssonar, að upphæð kr. 1.280.000.

3. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 5. þ.m., varðandi kaup á brunaviðvörunarkerfi í Borgarleikhús, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Securitas ehf, að upphæð kr. 5.351.500.

Guðmundur Pálmi Kristinsson og Einar H. Jónsson mættu á fundinn vegna mála 1-3.

4. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 4. þ.m., varðandi heimild til kaupa á búnaði fyrir snjóbrettaaðstöðu í Skálafelli frá Doppelmayer skíðalyftum hf. Verð kr. 4.150.000. Samþykkt. Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna málsins.

5. Lagt fram bréf Árbæjarsafns, dags. 2. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í tölvu- og símalagnir, tölvur og hugbúnað fyrir skrifstofur. Samþykkt verðkönnun. Gerður Róbertsdóttir mætti á fundinn vegna málsins.

6. Lagt fram bréf verkefnisstjóra upplýsingamála, dags. 5. þ.m., varðandi heimild til samnings við Odda um prentun tímarits. Verð kr. 695.000. Samþykkt. 7. Lagt fram bréf Strætó bs, dags. 1. þ.m., varðandi innkaup byggðasamlagsins. V.Þ.V. óskar eftir að bréf Innkaupastofnunar, dags. 26. f.m. verði ítrekað og jafnframt sent til Sorpu bs.

8. Lagt fram til kynningar bréf Sorpu bs, dags. 2. þ.m., varðandi val á verktaka í útboði ISR/0025/SHS.

9. Lagt fram bréf Byggingafélagsins Baulu ehf, dags. 3. þ.m., varðandi beiðni um breytingu á verktryggingu vegna byggingar Foldaskóla 4. áfanga. 10. Útboðsauglýsingar: BGD – Viðhald loftræstikerfa í 11 fasteignir Reykjavíkurborgar. FMR – Bónhreinsun og bónun gólfa (EES). BGD – Uppsteypa og fullnaðarfrágangur á 4. áfanga við Ártúnsskóla. GAT – Grafarholt 7. áfangi, gatnagerð og veitukerfi. GAT – Malbiksviðgerðir 2002 –2004. GAT – Gangstéttir, viðgerðir 2002-2004.

Fundi slitið kl. 9:30

Alfreð Þorsteinsson
Hrólfur Ölvisson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir