Innkauparáð - Fundur nr. 1584

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 1. október kl. 9:00 f.h., var haldinn 1584. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sjafnar Kristjánsdóttur: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Hjörvar, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Stjórnarformaður Alfreð Þorsteinsson bauð nýjan forstjóra Sjöfn Kristjánsdóttur velkomna til starfa.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 27. og 21. f.m., varðandi kaup á oreinangruðum stálpípum, skv. útboði. (EES) (Frestað frá síðasta fundi) Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Set ehf, að upphæð kr. 23.934.840,- verði tekið.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 28. f.m., varðandi byggingu hvolfrýmis fyrir höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Límtrés hf., valkosti II, að upphæð 86.552.832,- verði tekið.

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 28. f.m., varðandi kaup á skrautlýsingarbúnaði frá Ljósunum ehf. Verð kr 3.958.533,- Samþykkt.

5. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 28. f.m., um kaup á ljósleiðara fyrir Grímsnes frá Ljósvirkjanum ehf. Verð kr 3.600.000,- Samþykkt.

Ásgeir Margeirsson, Þorvaldur St. Jónsson og Jón Arnar Sigurgeirsson mættu á fundinn vegna mála 1-5.

6. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 28. f.m., varðandi kaup á t ölvubúnaði fyrir Borgarbókarsafn í Borgarleikhúsi frá Nýherja hf. Verð kr 5.500.000 Samþykkt.

Guðmundur Pálmi Kristinsson, Þorkell Jónsson og Hreinn Ólafsson mættu á fundinn vegna mála 6, 10 og 13.

7. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar, dags. 26. f.m., varðandi kaup á brunaviðvörunarkerfi, skv.verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Securitas ehf., að upphæð kr. 1.787.242,- Jóhannes Benediktsson mætti á fundinn vegna málsins.

8. Lagt fram bréf Leikskóla Reykjavíkur, dags. 27. f.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í tölvur. Samþykkt verðkönnun. Garðar Jóhannsson mætti á fundinn vegna málsins.

9. Lagt fram bréf Ís-rör ehf., dags. 26. f.m., varðandi útboð/tilboð í Grímsnesveitu 3. áfanga. Vísað til umsagnar Orkuveitu Reykjavíkur.

10. Lagt fram afrit af bréfi Sveinbjarnar Sigurðssonar hf., til borgarstjóra dags. 27. f.m., varðandi fyrirspurn um byggingu leikskóla í Grafarholti. Einnig lagt fram bréf byggingadeildar dags. 28 f.m., vegna sama máls. Samþykkt er að veita byggingadeild heimild til að leita samninga við Sveinbjörn Sigurðsson ehf.

11. Lagt fram bréf Orkuvirkis ehf., dags. 28. f.m., varðandi kaup á 12 kv rafbúnaði.

12. Útboðsauglýsingar: OVR – Dælustöð Grafarholti, Loftræsikerfi ÍTR – Klór og sápa fyrir sundstaði. BGD – Brunaviðvörunarkerfi í sex leikskóla.

13. Lagt fram bréf byggingadeildar, dags. 1. þ.m., varðandi, kaup á húsgögnum í útibú borgarbókarsafns Borgarleikhúsi, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Axis húsgagna ehf., að upphæð kr. 1.473.250,-

Fundi slitið kl. 10:20

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir Helgi Hjörvar
Jóna Gróa Sigurðardóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson