Innkauparáð - Fundur nr. 1583

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 24. september kl. 9:00 f.h., var haldinn 1583. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk skrifstofustjóra Marinós Þorsteinssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 21. þ.m., varðandi kaup á foreinangruðum stálpípum, skv. útboði. (EES) Frestað. Ásgeir Margeirsson mætti á fundinn vegna málsins.

2. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 21. þ.m., varðandi tilboð í gerð sparkvallar við Austurbæjarskóla skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Mottós ehf, að upphæð kr. 10.705.666,-

3. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 21. þ.m., varðandi tilboð í jarðvinnu við viðbyggingu Hlíðarskóla skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Snævars Vagnssonar, að upphæð kr. 2.495.000,-

4. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 21. þ.m., varðandi tilboð í uppsteypu Breiðholtslaugar skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Byggingarfélagsins Baulu að upphæð kr. 5.118.383,-

5. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 21. þ.m., varðandi tilboð í raflagnir í Skipholt 50b, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Tengis sf, að upphæð kr. 2.613.538,-

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 2-5. 6. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar, dags. 21. þ.m., varðandi kaup á sendibílum, skv. verðkönnun. Samþykkt að kaupa tvo bíla frá B&L hf, að upphæð kr. 4.980.000,- Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna málsins.

7. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðissins, dags. 18. þ.m., varðandi kaup á líkamsræktarþjónustu, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Hreyfingar að upphæð kr. 5.724.000,- til 3ja ára, fyrir stöðvarnar í Reykjavík og tilboði Technosport að upphæð kr. 2.202.000,- til 3ja ára, fyrir stöðina í Hafnarfirði. Jón Viðar Matthíasson og Þorsteinn S. Karlsson mættu á fundinn vegna málsins.

8. Lögð fram orðsending borgarráðs, dags. 14. þ.m., með bréfi Strætó bs, dags 3. þ.m., varðandi þátttöku í sameiginlegum innkaupum. V.Þ.V. Óskar eftir því að ISR afli eftirfarandi upplýsinga hjá Strætó bs: 1. Eftir hvaða reglum er farið eftir varðandi innkaup á vöru og þjónustu umfram kr. 500.000,-, svo og verklegum framkvæmdum. 2. Hyggst Strætó bs. setja sér sérstaka samþykkt um hvernig staðið skuli að innkaupum, í líkingu við samþykkt borgarráðs um innkaup Reykjavíkurborgar.

9. Útboðsauglýsingar: GAT – Kaup á leiktækjum BGD – Viðhald loftræstikerfa í ýmsum fasteignum BGD – Hreinsibúnaður og lagnir í Sundlaug Vesturbæjar

Fundi slitið kl. 10:10

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir Helgi Pétursson
Jóna Gróa Sigurðardóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson