Innkauparáð - Fundur nr. 1582

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 17. september kl. 9:00 f.h., var haldinn 1582. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk skrifstofustjóra Marinós Þorsteinssonar: Alfreð Þorsteinsson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 10. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í sápu og klór fyrir sundstaði og íþróttamannvirki ÍTR og Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Samþykkt opið útboð. 2. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í prentun á sumarsamstarfsbæklingi ÍTR 2002, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Ísafoldarprentsmiðju, að upphæð kr. 1.556.250,-

Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna mála 1-2

3 Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 14. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs vegna efnisútvegunar fyrir ytri frágang aðalbyggingar höfuðstöðva Orkuveitu Reykjavíkur, skv. forvali (EES) Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Superbyg Island, ÍAV hf, OLÍS hf, ÞG verktökum ehf, Þaktaki ehf og BYKO hf Þorvaldur St. Jónsson mætti á fundinn vegna málsins.

4 Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 12. þ.m., varðandi tilboð í niðurrif á þaki yfir huta Vallarstrætis, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Spangar ehf að upphæð kr. 147.000,- (valkostur A)

5 Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 12. þ.m., varðandi heimild til samnings við Hreinsitækni ehf, um hreinsun ruslastampa í miðborginni. Samþykkt. Samningsupphæð um 5,5 mkr fyrir 1 ár.

6 Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 12. þ.m., varðandi heimild til opinna útboða á ýmsum verkum. Samþykkt.

7 Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 12. þ.m., varðandi yfirtöku á hluta verksamnings um “Úrbætur í umferðarmálum 2001” Samþykkt.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 4-7 8 Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í klæðningu og einangrun lofts að Hafnarstræti 16, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Ingimundar Magnússonar, að upphæð kr. 2.072.460,-, með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

9 Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 13. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs á byggingu sparkvallar við Austurbæjarskóla. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Mottói ehf, Sæþóri ehf, Fleygtaki ehf og Jóni M. Pálssyni

10 Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í raflagnir í leikskóla við Háteigsveg, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Reynis Áslaugssonar, að upphæð kr. 3.921.971,-, með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

11 Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í pípulagnir í leikskóla við Háteigsveg, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Húsalagna ehf, að upphæð 3.744.800,-

Einar H. Jónsson mætti á fundinn vegna mála 8-11.

12 Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 14. þ.m., varðandi tilboð í öryggismyndavélar fyrir Vesturbæjarskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Nortek, að upphæð kr. 1.129.622,- 13 Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 14. þ.m., varðandi útboð nr. 01117/OVR “Varaafl og dreifistöðvar, þjónusta og rekstur” fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt að senda umsögnina til GÁJ lögfræðiþjónustu ehf.

14 Ráðning forstjóra ISR. Samþykkt, H.L. og J.G.S. sátu hjá, að leggja til við borgarráð að Sjöfn Kristjánsdóttir Hdl verði ráðin næsti forstjóri ISR.

Fundi slitið kl. 9:45

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Haukur Leósson
Jóna Gróa Sigurðardóttir