Innkauparáð - Fundur nr 1581

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 10. september kl. 9:00 f.h., var haldinn 1581. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk skrifstofustjóra Marinós Þorsteinssonar: Alfreð Þorsteinsson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. þ.m., varðandi tilboð í 2. verkáfanga Grímsnesveitu, Öndverðarnes – I, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Sigurjóns Á. Hjartarsonar, að upphæð kr. 11.997.000,-

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 7. þ.m., varðandi tilboð í breytingar á dælustöð Reykjahlíð 1. áfanga, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði Orra ehf, að upphæð kr. 7.386.329,-, með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Björgvin Helgason og Indriði Indriðason mættu á fundinn vegna mála 1-2

3. Lagt fram bréf Gatnamálastjóra, dags. 6. þ.m., varðandi tilboð í gerð vinstri beygjureina á Háaleitisbraut/Miklabraut og Bústaðavegi/Veðurstofuvegi, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði EP Vélaleigu ehf, að upphæð kr. 2.251.950,- 4. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 7. þ.m., varðandi heimild til samnings við Jarðkraft ehf, í lagningu göngustígs frá Breiðholtsbraut að Helluvatni, áætluð samningsupphæð um 19,0 mkr., og við Urð og Grjót ehf. um lagningu stígs norðan staðahverfis við stígahverfi Mosfellsbæjar, áætluð samningsupphæð um 8,0 mkr. Samþykkt Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna málsins.

5. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 7. þ.m., varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir á Tjarnargötu 12. Samþykkt.

6. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags 7. þ.m., varðandi tilboð í uppsteypu á Grafarvogslaug, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Fagafls, að upphæð kr. 6.639.000,-, með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum. Guðmundur Pálmi Kristinsson og Ármann Ólafsson mættu á fundinn vegna mála 5-6

7. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 6. þ.m., varðandi kaup á ljósritunarvél, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði HTT, að upphæð kr. 1.018.268,- Júlíus Sigurbjörnsson mætti á fundinn vegna málsins

8. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 6. þ.m., varðandi kaup á þremur bílum, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði P. Samúelssonar hf, að upphæð kr. 3.174.000,- Helgi Laxdal mætti á fundinn vegna málsins.

9. Útboðsauglýsing: BGD – Hlíðarskóli – Jarðvinna.

Fundi slitið kl. 10:00

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Haukur Leósson
Jóna Gróa Sigurðardóttir