Innkauparáð - Fundur nr. 1580

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 3. september kl. 9:00 f.h., var haldinn 1580. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Haukur Leósson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Jafnframt sat fundinn Sigfús Jónsson. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 31. f.m. varðandi val á þátttakendum í lokað útboð á ráðgjafaþjónustu vegna virkjunar á Hellisheiði. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: 1) Lahmeyer International Gmbh, Þýskalandi (leiðandi) 2) Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns hf.(leiðandi) 3) VAAV- hópnum, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddssen hf. (leiðandi) 4) VSÓ Ráðgjöf ehf. (leiðandi) 2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 31. f.m., varðandi tilboð í 36 kV streng vegna Kjalarness, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Ericsson Network (nr. 2b), að upphæð kr. 6.492.119.-, umboð Johan Rönning hf. Ingólfur Hrólfsson og Hólmgrímur Þorsteinsson mættu á fundinn vegna mála 1-2 Helgi Pétursson vék af fundi við afgreiðslu mála 1-2

3. Lagt fram bréf Gatnamálastjóra, dags. 30. f.m., varðandi kaup á færanlegri skolpdælu, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Dæla ehf. að upphæð kr. 2.548.994.- Guðbjartur Sigfússon mætti á fundinn vegna málsins.

4. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar, dags. 24. f.m., varðandi kaup á pallbíl frá Toyota - P. Samúelssyni hf. að upphæð kr. 1.989.967.- Samþykkt. Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna málsins

5. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 24. f.m., varðandi tilboð í málun á Hafnarstræti 16 skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Sigurjóns St. Björnssonar að upphæð kr. 2.848.390.- Með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

6. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags 31. f.m., varðandi tilboð í skrifstofuhúsgögn í Borgarbókarsafn í Borgarleikhúsi skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Pennans – skrifstofubúnaðar (nr. b), að upphæð kr. 2.508.075.-

7. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags. 24. f.m., varðandi tilboð í loftræstingu í Norðurbrún 1, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Blikksmiðsins að upphæð kr. 1.970.000,-

Þorkell Jónsson mætti á fundinn vegna mála 5-7

Formaður stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur Alfreð Þorsteinsson tók til máls fyrir hönd stjórnar og þakkaði fráfarandi forstjóra Sigfúsi Jónssyni fyrir farsæl og vel unnin störf í þau rúm 19 ár sem hann hefur starfað sem forstjóri Innkaupastofnunar Reykjavíkur.

Sigfús Jónsson þakkaði hlýleg orð í sinn garð og jafnframt fyrir samstarfið.

8. Útboðsauglýsingar: GAT – Vallarstræti niðurrif BGD – Klébergsskóli frágangur utanhúss

Fundi slitið kl. 10:00

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Helgi Pétursson
Haukur Leósson
Jóna Gróa Sigurðardóttir