Innkauparáð
STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR
Ár 2001, mánudaginn 27. ágúst kl. 9:00 f.h., var haldinn 1579. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Helgi Pétursson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Jóna Gróa Sigurðardóttir. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 23. þ.m. varðandi tilboð í “Kjalarnes endurnýjun 1 áfanga”, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði RBG Vélaleigu og verktökum ehf. að upphæð kr. 23.249.124 verði tekið.
2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 22. þ.m., varðandi heimild til lokaðs útboðs vegna vinnu við dælustöð í Reykjahlíð. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Eldafli ehf, Heiðari Jónssyni, Vélsmiðju Einars Guðbrandssonar ehf, Vélsmiðjunni Hörku hf. Vélsmiðjunni Orra hf, Stálkrafti ehf, og Þorgeiri og Ellert hf. 3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, 24. þ.m., varðandi kaup á borholutoppum frá Orra ehf., að upphæð kr. 1.900.000.- Samþykkt
Gunnar A. Sverrisson og Björgvin Helgason mættu á fundinn vegna mála 1-3 og 8
Helgi Pétursson vék af fundi við afgreiðslu mála 1-3 og 8
4. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar, dags. 24. þ.m., varðandi útboð vegna kaupa á eldsneyti fyrir Vélamiðstöð og Strætó bs. Lagt fram til kynningar. Hersir Oddsson og Hörður Gíslason mættu á fundinn vegna málsins.
5. Lagt fram bréf Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 23. þ.m., varðandi kaup á fistölvum skv. útboði ISR/0110/FMR Samþykkt að taka tilboði Nýherja hf að upphæð kr. 2.293.343,-
6. Lagt fram bréf Leikskóla Reykjavíkur og Félagsþjónustunnar, dags. 24. þ.m., varðandi tilboð í ýsuflök skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að gengið verði til samninga við Fiskverslun Hafliða Baldvinssonar ehf. á grundvelli tilboðs þess. Áætluð samningsupphæð 32 milljónir kr. Stella K. Víðisdóttir mætti á fundinn vegna málsins.
7. Lagt fram bréf Byggingardeildar borgarverkfræðings, dags 24. þ.m., varðandi kaup á tölvum fyrir listasafn Reykjavíkur skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Smith og Norland að upphæð kr. 2.905.493
8. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 24. þ.m., varðandi tilboð í Grímsnesveitu 1. verkáfanga - stofnpípur, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Nóntinds ehf. að upphæð kr. 34.883.435,- verði tekið.
Fundi slitið kl. 10:10
Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Helgi Pétursson