Innkauparáð - Fundur nr. 1578

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 20. ágúst kl. 9:00 f.h., var haldinn 1578. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru auk forstjóra, Sigfúsar Jónssonar: Alfreð Þorsteinsson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Helgi Pétursson. Fundarritari var Eyjólfur Kolbeins.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 16. þ.m. varðandi tilboð í “Digranesheiði – endurnýjun, gatnagerð og lagnir”, skv. útboði. Samþykkt að taka tilboði Háfells ehf. að upphæð kr. 8.101.100.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 17. þ.m., varðandi kaup á viðbótarbúnaði í kerfiráð frá CAE, að upphæð kr. 1.781.400. Samþykkt.

Gunnar A. Sverrisson mætti á fundinn vegna mála 1 og 2. Helgi Pétursson vék af fundi við afgreiðslu mála 1 og 2.

3. Lagt fram bréf Íþrótta- og tómstundaráðs, dags. 17. þ.m., varðandi heimild til öflunar verðtilboða í prentun á sumarstarfsbæklingi ÍTR. Samþykkt verðkönnun. Ómar Einarsson mætti á fundinn vegna málsins.

4. Lagt fram bréf Vélamiðstöðvar, dags. 15. þ.m., varðandi kaup á tveimur vinnuflokkabílum frá Ístraktor ehf. að upphæð kr. 7.248.608. Samþykkt. Hersir Oddsson mætti á fundinn vegna málsins.

5. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 17. þ.m., varðandi tilboð í símkerfi fyrir Víkurskóla, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Grunns ehf. að upphæð kr. 1.275.037. Ámundi Brynjólfsson mætti á fundinn vegna málsins.

6. Lagt fram bréf Reykjavíkurhafnar, dags. 16. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í 3. bifreiðar. Samþykkt verðfyrirspurn. Helgi Laxdal mætti á fundinn vegna málsins.

7. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 14. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í aðgang að líkamsræktarstöð eða líkamsræktarstöðvum. Samþykkt verðkönnun með þáttöku eftirtalinna aðila: Hreyfingu, World Class, Technosport, Hress og Betrunarhúsinu. Þorsteinn S. Karlsson mætti á fundinn vegna málsins.

8. Lagt fram bréf Listasafns Reykjavíkur, dags. 16. þ.m., varðandi tilhögun á útleigu á veitingarekstri innan safnsins. Samþykkt. Eiríkur Þorláksson mætti á fundinn vegna málsins.

9. Lagt fram bréf G.Á.J. lögfræðistofu ehf., dags. 16. þ.m., varðandi útboð 0117/OVR “Varaafl og dreifistöðvar, þjónusta og rekstur”, fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar borgarlögmanns.

10. Lagt fram bréf Smith og Norland, dags. 16. þ.m., varðandi kaup á dreifispennum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt að vísa erindinu til Orkuveitu Reykjavíkur til umsagnar.

11. Útboðsauglýsing: OVR – Forval; Framleiðsla og efnisöflun í utanhússklæðningu höfuðstöðva OVR (EES).

Fundi slitið kl. 10:30

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Helgi Pétursson