Innkauparáð - Fundur nr. 1577

Innkauparáð

STJÓRN INNKAUPASTOFNUNAR

Ár 2001, mánudaginn 13. ágúst kl. 9:00 f.h., var haldinn 1577. fundur í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að Fríkirkjuvegi 3. Viðstaddir voru: Alfreð Þorsteinsson, Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Haukur Leósson. Fundarritari var Marinó Þorsteinsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 10. þ.m. varðandi val á þátttakendum í lokað útboð á glerveggjum og glerþaki á höfuðstöðvar, skv. forvali. Samþykkt að gefa eftirtöldum kost á þátttöku: Byko hf, Mero GmbH, Ístaki hf, Límtré hf og J & W Haran Ltd.

2. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 10. þ.m., varðandi fyrirkomulag við ytri frágang aðalbyggingu höfuðstöðva. Samþykkt að ganga til samninga við ÞG verktaka ehf um vinnulið, en efni verði boðið út í lokuðu útboði á EES.

3. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 2. þ.m., varðandi kaup á ljósbúnaði frá Louis Poulsen, umboð Epal. Verð kr. 4.564.000. Samþykkt.

4. Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 10. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í 36 kV háspennustreng. Samþykkt verðkönnun.

Þorvaldur St. Jónsson og Jón Arnar Sigurjónsson mættu á fundinn vegna mála 1-4.

5. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 9. þ.m., varðandi tilboð í gerð settjarnar á Grafarholti, skv. útboði. Samþykkt leggja til við borgarráð að tilboði Háfells ehf að upphæð kr. 30.516.500 verði tekið.

6. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 9. þ.m., varðandi tilboð í snjóbræðslu í Kringlumýrarbraut, Bústaðveg og Eyrarland, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði GG Lagna sf, að upphæð kr. 8.253.798 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

7. Lagt fram bréf Gatnamálastjórans í Reykjavík, dags. 9. þ.m., varðandi tilboð í snjóbræðslu í Hringbraut og Hátún, skv. lokuðu útboði. Samþykkt að taka tilboði GG Lagna sf, að upphæð kr. 4.442.131 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Sigurður I. Skarphéðinsson mætti á fundinn vegna mála 5-7.

8. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í byggingu Foldaskóla 4. áfanga, skv. útboði. Samþykkt að leggja til við borgarráð að tilboði Byggingafélagsins Baulu ehf, að upphæð kr. 213.999.999 verði tekið.

9. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 10. þ.m., varðandi heimild til ógildingar útboðs á brunaviðvörunarkerfi í sex leikskóla. Samþykkt.

10. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 10. þ.m., varðandi heimild til öflunar tilboða í tölvur í Listasafn, Hafnarhúsi. Samþykkt verðkönnun.

11. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 10. þ.m., varðandi heimild til samninga við Nýherja hf um tölvukaup fyrir Borgarbókasafn í Borgarleikhúsi. Áætluð samningsupphæð 4,5 mkr. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf Byggingadeildar borgarverkfræðings, dags. 10. þ.m., varðandi tilboð í innréttingar í eldhús og snyrtingar í Borgarbókasafn í Borgarleikhúsi, skv. verðkönnun. Samþykkt að taka tilboði Trésmiðjunnar Jara ehf, að upphæð kr. 895.160 með fyrirvara um skoðun ISR á fjárhagsstöðu og skilum á lögboðnum opinberum gjöldum.

Þorkell Jónsson mætti á fundinn vegna mála 8-12.

13. Lagt fram bréf Harald og Sigurðar ehf, dags. 1. þ.m., varðandi tilboð fyrirtækinsins í smíði á skápum og aðaldreifingu í Smáralind. Ekki hægt að verða við erindinu.

14. Rætt var um innkaup byggðasamlaga sem eru í meirihlutaeign Reykjavíkurborgar. Stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar beinir þeirri tillögu til borgarráðs, að innkaup Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins bs. og Strætó bs. á vörum, þjónustu og verklegum framkvæmdum fari í gegnum Innkaupastofnun á sama hátt og innkaup Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.

15. Útboðsauglýsinar: OVR – Lagning stofnpípu í Grímsnesveitu 1. áfanga. OVR – Kjalarnesæð, endurnýjun 1. áfanga. OVR – Lagning dreifikerfis hitaveitu í Grímsnesveitu 2. áfanga.

Fundi slitið kl. 9:50

Alfreð Þorsteinsson
Jóhanna Sigríður Eyjólfsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Jóna Gróa Sigurðardóttir
Haukur Leósson